Ferrari Steve McQueen til sölu Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2014 09:59 Ferrari bíll Steve McQueen. Þegar Steve McQueen stóð í ströngu við upptökur á Bullitt myndinni í San Francisco árið 1967 fann hann sér þó tíma til að kaupa sér þennan Ferrari 275 GTB/4 bíl, enda fátt annað sæmandi töffara eins og honum. Bílinn keypti hann nýjan og er hann af árgerð 1967. Búið er að gera bílinn upp af mikilli vandvirkni og er hann sem nýr. Þessi bíll verður seldur á árlegu uppboði bíladaganna á Pebble Beach Concours d´Elegance í Kaliforníu í ágúst í sumar. Búist er við því að fyrir hann fáist mjög hátt verð og vegur þar eigendasaga bílsins mikið. Steve McQueen var svalasti karlleikari sjöunda áratugar síðustu aldar og Bullitt myndin ein sú frægast sem hann lék í. Í mynbinni ók Steve McQueen um á Ford Mustang bíl og í henni er einn frægasti bílakappakstur bíósögunnar. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent
Þegar Steve McQueen stóð í ströngu við upptökur á Bullitt myndinni í San Francisco árið 1967 fann hann sér þó tíma til að kaupa sér þennan Ferrari 275 GTB/4 bíl, enda fátt annað sæmandi töffara eins og honum. Bílinn keypti hann nýjan og er hann af árgerð 1967. Búið er að gera bílinn upp af mikilli vandvirkni og er hann sem nýr. Þessi bíll verður seldur á árlegu uppboði bíladaganna á Pebble Beach Concours d´Elegance í Kaliforníu í ágúst í sumar. Búist er við því að fyrir hann fáist mjög hátt verð og vegur þar eigendasaga bílsins mikið. Steve McQueen var svalasti karlleikari sjöunda áratugar síðustu aldar og Bullitt myndin ein sú frægast sem hann lék í. Í mynbinni ók Steve McQueen um á Ford Mustang bíl og í henni er einn frægasti bílakappakstur bíósögunnar.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent