Keppnin hefst klukkan 19 og er komin töluverð spenna í landann.
26 þjóðir keppa til úrslita í kvöld en Svíar eru taldir sigurstranglegir í keppninni.
Lífið á Vísi tístir beint frá Eurovision-keppninni í kvöld, sem fram fer í B&W-höllinni í Kaupmannahöfn.
Hér fyrir neðan má sjá nokkra Twitter-strauma af Eurovision-tístum.
Fyrst frá þeim Íslendingum sem merkja færslur sínar með #12stig, síðan frá þeim sem merkja færslurnar með #Eurovision og #JoinUs.
Næst eru það þeir sem nefna Ísland í tístum sínum og að lokum er það Twitter-straumur Lífsins á Vísi.