Bjarni Ben: ESB sýndi stífleika og sló fyrri tillögur um eftirlit út af borðinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. maí 2014 12:15 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fjármálaráðherra segir að tillaga um nýtt fjármálaeftirlit á vettvangi EFTA-ríkjanna gæti leyst þann stjórnskipulega vanda sem fylgir bankaeftirliti Evrópusambandsins. Hann segir að Evrópusambandið hafi sýnt of mikinn stífleika á fyrri stigum málsins. EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga nú í viðræðum við Evrópusambandið um tillögu um nýtt EFTA-fjármálaeftirlit. Tilgangur þess væri að sinna yfirþjóðlegu fjármálaeftirliti sérstaks eðlis og kæmi í stað hins yfirþjóðlega fjármálaeftirlits á vettvangi European Banking Authority, EBA, eins og við greindum frá í gær. „Það hafa allnokkrar hugmyndir verið lagðar á borð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en þær hafa ekki orðið grunnur að lausn. Enn ein tillagan liggur hjá þeim núna og það er ríkur vilji hjá EFTA/EES-ríkjunum að finna ásættanlega lausn fyrir alla aðila. Mér hefur þótt sem Evrópusambandið hafi sýnt of mikinn stífleika í þessu máli,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Málið er risavaxið því það snýst um grundvallarspurningar um EES-samninginn og framtíð bankaeftirlits í Evrópusambandinu. Fjármálastarfsemi fellur undir innri markað ESB og því hefðu EFTA-ríkin þurft að innleiða tilskipun um hið sameiginlega fjármálaeftirlit ESB. Fréttablaðið greindi frá því í burðarfrétt á forsíðu í maí 2012 að tilskipun um þetta yfirþjóðlega valdframsal, sem fælist í tilskipun um yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit ESB, stæðist ekki íslensku stjórnarkrána. Nú er komin lausn á þessu á vettvangi EFTA-ríkjanna sem liggur á borði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Hér er verið að reyna að smíða lausn sem myndi með einhverjum hætti tengjast þeim vettvangi sem við höfum komið upp í samstarfi við aðra á EES-svæðinu. Meginatriðið í þessu er að við ætlum ekki að framselja vald til stofnunar sem Ísland á ekki aðild að (European Banking Authority innsk.blm),“ segir Bjarni. Sérstök nefnd í fjármálaráðuneytinu undir forystu Tómasar Brynjólfssonar fer nú með málið en Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrrverandi ritari EFTA-dómstólsins er í nefndinni. Fyrir liggja minnisblöð um að tillagan um þessa nýju stofnun, þ.e. sérstakt EES/EFTA-fjármálaeftirlit feli ekki í sér valdframsal af sambærilegu tagi og þeim völdum sem fjármálaeftirlit Evrópusambandsins hefði væri tilskipunin um það innleidd í íslenska löggjöf óbreytt. Tengdar fréttir Ísland ásamt öðrum EFTA-ríkjum í viðræðum um nýtt bankaeftirlit Tillaga er á borðinu um nýja stofnun á vettvangi EFTA-ríkjanna sem myndi sinna sameiginlegu fjármálaeftirliti á Íslandi, Noregi og Liechtenstein og koma í stað sameiginlegs Bankaeftirlits Evrópusambandsins. Er þetta meðal annars gert til að standast skilyrði íslensku stjórnarskrárinnar. Viðræður um málið standa yfir á milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. 28. maí 2014 22:48 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að tillaga um nýtt fjármálaeftirlit á vettvangi EFTA-ríkjanna gæti leyst þann stjórnskipulega vanda sem fylgir bankaeftirliti Evrópusambandsins. Hann segir að Evrópusambandið hafi sýnt of mikinn stífleika á fyrri stigum málsins. EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga nú í viðræðum við Evrópusambandið um tillögu um nýtt EFTA-fjármálaeftirlit. Tilgangur þess væri að sinna yfirþjóðlegu fjármálaeftirliti sérstaks eðlis og kæmi í stað hins yfirþjóðlega fjármálaeftirlits á vettvangi European Banking Authority, EBA, eins og við greindum frá í gær. „Það hafa allnokkrar hugmyndir verið lagðar á borð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en þær hafa ekki orðið grunnur að lausn. Enn ein tillagan liggur hjá þeim núna og það er ríkur vilji hjá EFTA/EES-ríkjunum að finna ásættanlega lausn fyrir alla aðila. Mér hefur þótt sem Evrópusambandið hafi sýnt of mikinn stífleika í þessu máli,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Málið er risavaxið því það snýst um grundvallarspurningar um EES-samninginn og framtíð bankaeftirlits í Evrópusambandinu. Fjármálastarfsemi fellur undir innri markað ESB og því hefðu EFTA-ríkin þurft að innleiða tilskipun um hið sameiginlega fjármálaeftirlit ESB. Fréttablaðið greindi frá því í burðarfrétt á forsíðu í maí 2012 að tilskipun um þetta yfirþjóðlega valdframsal, sem fælist í tilskipun um yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit ESB, stæðist ekki íslensku stjórnarkrána. Nú er komin lausn á þessu á vettvangi EFTA-ríkjanna sem liggur á borði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Hér er verið að reyna að smíða lausn sem myndi með einhverjum hætti tengjast þeim vettvangi sem við höfum komið upp í samstarfi við aðra á EES-svæðinu. Meginatriðið í þessu er að við ætlum ekki að framselja vald til stofnunar sem Ísland á ekki aðild að (European Banking Authority innsk.blm),“ segir Bjarni. Sérstök nefnd í fjármálaráðuneytinu undir forystu Tómasar Brynjólfssonar fer nú með málið en Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrrverandi ritari EFTA-dómstólsins er í nefndinni. Fyrir liggja minnisblöð um að tillagan um þessa nýju stofnun, þ.e. sérstakt EES/EFTA-fjármálaeftirlit feli ekki í sér valdframsal af sambærilegu tagi og þeim völdum sem fjármálaeftirlit Evrópusambandsins hefði væri tilskipunin um það innleidd í íslenska löggjöf óbreytt.
Tengdar fréttir Ísland ásamt öðrum EFTA-ríkjum í viðræðum um nýtt bankaeftirlit Tillaga er á borðinu um nýja stofnun á vettvangi EFTA-ríkjanna sem myndi sinna sameiginlegu fjármálaeftirliti á Íslandi, Noregi og Liechtenstein og koma í stað sameiginlegs Bankaeftirlits Evrópusambandsins. Er þetta meðal annars gert til að standast skilyrði íslensku stjórnarskrárinnar. Viðræður um málið standa yfir á milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. 28. maí 2014 22:48 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Ísland ásamt öðrum EFTA-ríkjum í viðræðum um nýtt bankaeftirlit Tillaga er á borðinu um nýja stofnun á vettvangi EFTA-ríkjanna sem myndi sinna sameiginlegu fjármálaeftirliti á Íslandi, Noregi og Liechtenstein og koma í stað sameiginlegs Bankaeftirlits Evrópusambandsins. Er þetta meðal annars gert til að standast skilyrði íslensku stjórnarskrárinnar. Viðræður um málið standa yfir á milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. 28. maí 2014 22:48