Gufubaðsstrætó Finnur Thorlacius skrifar 28. maí 2014 10:38 Bílstjóri strætisvagns í síberísku borginni Krasnoyarsk í Rússlandi hélt að hann væri ægilega sniðugur er hann ók yfir brotna hitavatnsleiðslu til að stöðva gríðarlegt vatnsgos sem stóð tugi metra uppí loftið. Vandinn var hinsvegar sá að hann var með fullan vagn af farþegum og strætisvagninn fylltist á augabragði af funheitri gufu sem brenndi farþegana illa. Margir þeirra fengu þriðja stigs bruna á höndum og fótum og á meðal þeirra börn. Bílstjórinn bjargaði hinsvegar eigin skinni með því að skríða útúr brotinni lúgu vagnsins, en gleymdi áður að opna hurðir vagnsins. Farþegum tókst hinsvegar að opna afturhurð hans og sluppu út úr vagninum, en með þessum slæmu afleiðingum. Sjá má í meðfylgjandi myndskeiði þar sem þeir flýja vagninn í ofboði, nokkuð illa leiknir. Vagnstjórans býður hinsvegar tveggja ára fangelsisvist fyrir athæfi sitt. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent
Bílstjóri strætisvagns í síberísku borginni Krasnoyarsk í Rússlandi hélt að hann væri ægilega sniðugur er hann ók yfir brotna hitavatnsleiðslu til að stöðva gríðarlegt vatnsgos sem stóð tugi metra uppí loftið. Vandinn var hinsvegar sá að hann var með fullan vagn af farþegum og strætisvagninn fylltist á augabragði af funheitri gufu sem brenndi farþegana illa. Margir þeirra fengu þriðja stigs bruna á höndum og fótum og á meðal þeirra börn. Bílstjórinn bjargaði hinsvegar eigin skinni með því að skríða útúr brotinni lúgu vagnsins, en gleymdi áður að opna hurðir vagnsins. Farþegum tókst hinsvegar að opna afturhurð hans og sluppu út úr vagninum, en með þessum slæmu afleiðingum. Sjá má í meðfylgjandi myndskeiði þar sem þeir flýja vagninn í ofboði, nokkuð illa leiknir. Vagnstjórans býður hinsvegar tveggja ára fangelsisvist fyrir athæfi sitt.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent