Absolutely Fabulous-mynd í bígerð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2014 18:00 Leikkonan Jennifer Saunders tilkynnti að kvikmynd byggð á sjónvarpsþáttunum Absolutely Fabulous væri í bígerð þegar hún kynnti nýjustu bók sína, Bonkers: My Life in Laughs, á Hay-hátíðinni í Wales. „Ég er að skrifa handritið í þessum töluðu orðum - þetta er í bígerð,“ sagði hún við gesti hátíðarinnar. „Ég vona að hún verði sýnd í lok næsta árs,“ bætti Jennifer við. Þættirnir Absolutely Fabulous voru frumsýndir í Bretlandi árið 1992 og voru áhorfendur kynntir fyrir persónunum Edina Monsoon, sem Jennifer lék, og Patsy Stone, sem Joanna Lumley túlkaði. Edina og Patsy voru vægast sagt sérstakar og kitluðu hláturtaugar sjónvarpsáhorfenda til ársins 1995 þegar sýningum lauk. Þær komu saman aftur árið 2001 og voru tvær þáttaraðir sýndar til ársins 2004. Tvíeykið sneri aftur árið 2012 og gerði þrjá þætti til að fagna tuttugu ára afmæli þáttanna. Fjölmargir þekktir einstaklingar léku aukahlutverk í þáttunum, þar á meðal Whoopi Goldberg, Helena Bonham Carter, Kate Moss, Naomi Campbell, Jesse Tyler Ferguson og Idris Elba. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikkonan Jennifer Saunders tilkynnti að kvikmynd byggð á sjónvarpsþáttunum Absolutely Fabulous væri í bígerð þegar hún kynnti nýjustu bók sína, Bonkers: My Life in Laughs, á Hay-hátíðinni í Wales. „Ég er að skrifa handritið í þessum töluðu orðum - þetta er í bígerð,“ sagði hún við gesti hátíðarinnar. „Ég vona að hún verði sýnd í lok næsta árs,“ bætti Jennifer við. Þættirnir Absolutely Fabulous voru frumsýndir í Bretlandi árið 1992 og voru áhorfendur kynntir fyrir persónunum Edina Monsoon, sem Jennifer lék, og Patsy Stone, sem Joanna Lumley túlkaði. Edina og Patsy voru vægast sagt sérstakar og kitluðu hláturtaugar sjónvarpsáhorfenda til ársins 1995 þegar sýningum lauk. Þær komu saman aftur árið 2001 og voru tvær þáttaraðir sýndar til ársins 2004. Tvíeykið sneri aftur árið 2012 og gerði þrjá þætti til að fagna tuttugu ára afmæli þáttanna. Fjölmargir þekktir einstaklingar léku aukahlutverk í þáttunum, þar á meðal Whoopi Goldberg, Helena Bonham Carter, Kate Moss, Naomi Campbell, Jesse Tyler Ferguson og Idris Elba.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira