Absolutely Fabulous-mynd í bígerð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2014 18:00 Leikkonan Jennifer Saunders tilkynnti að kvikmynd byggð á sjónvarpsþáttunum Absolutely Fabulous væri í bígerð þegar hún kynnti nýjustu bók sína, Bonkers: My Life in Laughs, á Hay-hátíðinni í Wales. „Ég er að skrifa handritið í þessum töluðu orðum - þetta er í bígerð,“ sagði hún við gesti hátíðarinnar. „Ég vona að hún verði sýnd í lok næsta árs,“ bætti Jennifer við. Þættirnir Absolutely Fabulous voru frumsýndir í Bretlandi árið 1992 og voru áhorfendur kynntir fyrir persónunum Edina Monsoon, sem Jennifer lék, og Patsy Stone, sem Joanna Lumley túlkaði. Edina og Patsy voru vægast sagt sérstakar og kitluðu hláturtaugar sjónvarpsáhorfenda til ársins 1995 þegar sýningum lauk. Þær komu saman aftur árið 2001 og voru tvær þáttaraðir sýndar til ársins 2004. Tvíeykið sneri aftur árið 2012 og gerði þrjá þætti til að fagna tuttugu ára afmæli þáttanna. Fjölmargir þekktir einstaklingar léku aukahlutverk í þáttunum, þar á meðal Whoopi Goldberg, Helena Bonham Carter, Kate Moss, Naomi Campbell, Jesse Tyler Ferguson og Idris Elba. Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikkonan Jennifer Saunders tilkynnti að kvikmynd byggð á sjónvarpsþáttunum Absolutely Fabulous væri í bígerð þegar hún kynnti nýjustu bók sína, Bonkers: My Life in Laughs, á Hay-hátíðinni í Wales. „Ég er að skrifa handritið í þessum töluðu orðum - þetta er í bígerð,“ sagði hún við gesti hátíðarinnar. „Ég vona að hún verði sýnd í lok næsta árs,“ bætti Jennifer við. Þættirnir Absolutely Fabulous voru frumsýndir í Bretlandi árið 1992 og voru áhorfendur kynntir fyrir persónunum Edina Monsoon, sem Jennifer lék, og Patsy Stone, sem Joanna Lumley túlkaði. Edina og Patsy voru vægast sagt sérstakar og kitluðu hláturtaugar sjónvarpsáhorfenda til ársins 1995 þegar sýningum lauk. Þær komu saman aftur árið 2001 og voru tvær þáttaraðir sýndar til ársins 2004. Tvíeykið sneri aftur árið 2012 og gerði þrjá þætti til að fagna tuttugu ára afmæli þáttanna. Fjölmargir þekktir einstaklingar léku aukahlutverk í þáttunum, þar á meðal Whoopi Goldberg, Helena Bonham Carter, Kate Moss, Naomi Campbell, Jesse Tyler Ferguson og Idris Elba.
Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira