Volkswagen Golf R 400 Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2014 14:45 Volkswagen Golf R400 Enn verða þeir öflugri og flottari Golf bílarnir frá Volkswagen. Nýjasta gerðin af Golfinum verður enginn kettlingur, heldur 400 hestafla spyrnukerra sem nær 100 km hraða á 3,9 sekúndum. Með því er hann eiginlega kominn í ofurbílaflokk. Þessi bíll er öflugasta gerð Golf sem framleidd hefur verið, ef undan er skilinn GTI W12-650 bíllinn sem aðeins var smíðaður sem tilraunbíll árið 2007, en hann var með 12 strokka og miðjusetta vél. Haft er eftir forsvarsmönnum Volkswagen að Golf R 400 sé í raun öflugri en 400 hestöfl og hann sé sneggri en áður hefur verið upp gefið. Blaðamenn Car and Driver, sem sáu bílinn frumsýndan nýlega í Vínarborg höfðu eftir framleiðendum bílsins að hann gæti líklega náð 100 km hraða á 3,5 sekúndum og það gerir hann 0,2 sekúndum sneggri en 12 strokka Golfinn sem kynntur var árið 2007. Volkswagen Golf R, sem er til sölu í dag í Heklu, er 5,0 sekúndur í 100, svo það ber mikið á milli þessara gerða Golf kraftabíla. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent
Enn verða þeir öflugri og flottari Golf bílarnir frá Volkswagen. Nýjasta gerðin af Golfinum verður enginn kettlingur, heldur 400 hestafla spyrnukerra sem nær 100 km hraða á 3,9 sekúndum. Með því er hann eiginlega kominn í ofurbílaflokk. Þessi bíll er öflugasta gerð Golf sem framleidd hefur verið, ef undan er skilinn GTI W12-650 bíllinn sem aðeins var smíðaður sem tilraunbíll árið 2007, en hann var með 12 strokka og miðjusetta vél. Haft er eftir forsvarsmönnum Volkswagen að Golf R 400 sé í raun öflugri en 400 hestöfl og hann sé sneggri en áður hefur verið upp gefið. Blaðamenn Car and Driver, sem sáu bílinn frumsýndan nýlega í Vínarborg höfðu eftir framleiðendum bílsins að hann gæti líklega náð 100 km hraða á 3,5 sekúndum og það gerir hann 0,2 sekúndum sneggri en 12 strokka Golfinn sem kynntur var árið 2007. Volkswagen Golf R, sem er til sölu í dag í Heklu, er 5,0 sekúndur í 100, svo það ber mikið á milli þessara gerða Golf kraftabíla.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent