Bílaframleiðsla í 100 milljón bíla árið 2021 Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2014 11:30 Enn er spáð mikilli aukningi í bílaframleiðslu. Bílaframleiðendur horfðu örlítið í spákúluna um daginn á ráðstefnu um framtíð bíliðnaðarins sem haldin var í Berlín. Þar var því spáð að bílaframleiðsla verði 100 milljón bílar á ári eftir 7 ár, eða árið 2021. Hún var 80 milljónir bíla í fyrra. Árið 2009, fyrsta árið eftir efnhagskreppuna var bílaframleiðsla 55 milljónir bíla og hefur því vaxið um 25 milljónir síðan. Gert er ráð fyrir því að fast að helmingur allra bíla verði framleiddur í Kína, ekki bara af kínverskum bílaframleiðendum, heldur einnig af bílamerkjum annarra þjóða. Gert er ráð fyrir nokkurri aukningu í bílaframleiðslu bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og að framleiðsla í Evrópu muni aukast um 4% á hverju ári frá og með 2015. Hins vegar muni minnkandi sala á bílum í Rússlandi og Tyrklandi í ár gera það að verkum að lítill eða enginn vöxtur verði í Evrópu í ár. Aukning framleiðslunnar í Evrópu verður þó að helmingi dregin áfram af síaukinni eftirspurn eftir evrópskum bílum á öðrum mörkuðum. Búist er við því að bílaframleiðsla minnki í Japan og S-Kóreu og að bílaframleiðendur í þeim löndum muni auka framleiðslu sína í öðrum löndum, en framleiðslan minnki heima fyrir. Í Bandaríkjunum verður aukinni eftirspurn bæði mætt af innlendum framleiðendum og framleiðendum frá Asíu og Evrópu sem sífellt auka framleiðslu sína þar vestanhafs. Hvort þessi spámennska muni reynast rétt mun tíminn einn leiða í ljós. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Bílaframleiðendur horfðu örlítið í spákúluna um daginn á ráðstefnu um framtíð bíliðnaðarins sem haldin var í Berlín. Þar var því spáð að bílaframleiðsla verði 100 milljón bílar á ári eftir 7 ár, eða árið 2021. Hún var 80 milljónir bíla í fyrra. Árið 2009, fyrsta árið eftir efnhagskreppuna var bílaframleiðsla 55 milljónir bíla og hefur því vaxið um 25 milljónir síðan. Gert er ráð fyrir því að fast að helmingur allra bíla verði framleiddur í Kína, ekki bara af kínverskum bílaframleiðendum, heldur einnig af bílamerkjum annarra þjóða. Gert er ráð fyrir nokkurri aukningu í bílaframleiðslu bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og að framleiðsla í Evrópu muni aukast um 4% á hverju ári frá og með 2015. Hins vegar muni minnkandi sala á bílum í Rússlandi og Tyrklandi í ár gera það að verkum að lítill eða enginn vöxtur verði í Evrópu í ár. Aukning framleiðslunnar í Evrópu verður þó að helmingi dregin áfram af síaukinni eftirspurn eftir evrópskum bílum á öðrum mörkuðum. Búist er við því að bílaframleiðsla minnki í Japan og S-Kóreu og að bílaframleiðendur í þeim löndum muni auka framleiðslu sína í öðrum löndum, en framleiðslan minnki heima fyrir. Í Bandaríkjunum verður aukinni eftirspurn bæði mætt af innlendum framleiðendum og framleiðendum frá Asíu og Evrópu sem sífellt auka framleiðslu sína þar vestanhafs. Hvort þessi spámennska muni reynast rétt mun tíminn einn leiða í ljós.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent