Benz þjarmar að BMW og Audi Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2014 10:15 Mercedes Benz S-Class Coupe. Sölukeppni þýsku lúxusbílaframleiðendanna hefur lengi verið hörð og nú eru helstu tíðindin sú að Mercedes Benz er að draga verulega á bæði BMW og Audi í fjölda seldra bíla og að Audi er söluhærra en BMW það sem af er liðið ári. Undanfarin ár hefur BMW trjónað á toppnum og Audi náði öðru sætinu af Benz árið 2011 og verið þar síðan. Söluaukning Mercedes Benz í apríl og reyndar einnig það sem af er liðið ári er nokkru meiri en hjá hjá bæði BMW og Audi. Benz náði 14% aukningu í apríl, Audi 12% og BMW 8%. Benz seldi 133.100 bíla í apríl, BMW 140.800 og Audi var söluhæst með 149.100 bíla. Söluaukning Benz á árinu er 15%, Audi 12% og BMW 11% og með því áframhaldi dregur Mercedes Benz verulega á sölu hinna tveggja á þessu ári. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur Benz selt 507.400 bíla, BMW 569.100 bíla og Audi 623.600. BMW telur að fyrirtækið muni samt selja fleiri bíla en Audi á þessu ári og að kynningar á nýjum bílum muni tryggja það. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent
Sölukeppni þýsku lúxusbílaframleiðendanna hefur lengi verið hörð og nú eru helstu tíðindin sú að Mercedes Benz er að draga verulega á bæði BMW og Audi í fjölda seldra bíla og að Audi er söluhærra en BMW það sem af er liðið ári. Undanfarin ár hefur BMW trjónað á toppnum og Audi náði öðru sætinu af Benz árið 2011 og verið þar síðan. Söluaukning Mercedes Benz í apríl og reyndar einnig það sem af er liðið ári er nokkru meiri en hjá hjá bæði BMW og Audi. Benz náði 14% aukningu í apríl, Audi 12% og BMW 8%. Benz seldi 133.100 bíla í apríl, BMW 140.800 og Audi var söluhæst með 149.100 bíla. Söluaukning Benz á árinu er 15%, Audi 12% og BMW 11% og með því áframhaldi dregur Mercedes Benz verulega á sölu hinna tveggja á þessu ári. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur Benz selt 507.400 bíla, BMW 569.100 bíla og Audi 623.600. BMW telur að fyrirtækið muni samt selja fleiri bíla en Audi á þessu ári og að kynningar á nýjum bílum muni tryggja það.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent