17 vandræðalegustu stundir ökumanna Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2014 08:45 Ekki er gaman að læsa bíllyklana inni. Í könnun á meðal 2.000 ökumanna, þar sem nákvæm skipting var á milli karla og kvenna, kemur í ljós hvaða stundir í umgengni sinni við bíla eru talin vandræðalegust og hver þeirra eru algengust. Ekki kemur á óvart að algengast meðal þessara vandræðalegu tilvika er þegar ökumenn gleyma hvar þeir lögðu bíl sínum og þurftu að leita að honum. Það voru 52% ökumanna sem lent höfðu í því, 44% karla og 59% kvenna. Næst algengast var að aka yfir kantsteina á bílastæðum og höfðu 43% ökumanna lent í því. Athygli vekur reyndar í niðurstöðum könnunarinnar að svo virðist sem konur viðurkenni frekar skissur sínar en karlar, hvort sem þær voru algengari hjá þeim eða ekki. Listinn allur lítur svona út: 1. Gleymdu hvar þeir lögðu bíl sínum (52%, eða 44% karla og 59% kvenna) 2. Óku yfir kantstein á bílastæði (43%, eða 35% karla og 51% kvenna) 3. Leystu lyklana inní bílnum (37%, eða 34% karla og 41% kvenna) 4. Óku á móti umferð á einstefnugötu (34%, eða 30% karla og 38% kvenna) 5. Óku af stað með eitthvað á þakinu (31%, eða 28% karla og 34% kvenna) 6. Reyndu að opna rangan bíl (29%, eða 24% karla og 34% kvenna) 7. Komust ekki út úr bílastæði (27%, eða 21% karla og 33% kvenna) 8. Misstu skyndibitamat eða pening út um gluggann við afgreiðslu (23%, eða 28% karla og 28% kvenna) 9. Sett þjófavörnina af stað og geta ekki slökkt (22%, eða 18% karla og 26% kvenna) 10. Misstu rukkunarmiða vegna vegagjalds út um gluggann (18%, eða 18% karla og 17% kvenna) 11. Hafa ekið í hringi á hringtorgi og ekki vitað hvar ætti að fara út (13%, eða 12% karla og 13% kvenna) 12. Stöðvuð af lögreglu og ekki með ökuskírteini (11%, eða 11% karla og 11% kvenna) 13. Ekið af stað með bensínslönguna í bensínopinu (11%, eða 14% karla og 7% kvenna) 14. Ekki tekist að láta fjartýringuna opna bílinn (9%, eða 10% karla og 8% kvenna) 15. Næstum ekið á gangandi manneskju (9%, eða 8% karla og 9% kvenna) 16. Gleymt farþega og snúið við (8%, eða 11% karla og 6% kvenna) 17. Farið inní bíl og uppgötvað að það var ekki þeirra bíll (8%, eða 7% karla og 8% kvenna) Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent
Í könnun á meðal 2.000 ökumanna, þar sem nákvæm skipting var á milli karla og kvenna, kemur í ljós hvaða stundir í umgengni sinni við bíla eru talin vandræðalegust og hver þeirra eru algengust. Ekki kemur á óvart að algengast meðal þessara vandræðalegu tilvika er þegar ökumenn gleyma hvar þeir lögðu bíl sínum og þurftu að leita að honum. Það voru 52% ökumanna sem lent höfðu í því, 44% karla og 59% kvenna. Næst algengast var að aka yfir kantsteina á bílastæðum og höfðu 43% ökumanna lent í því. Athygli vekur reyndar í niðurstöðum könnunarinnar að svo virðist sem konur viðurkenni frekar skissur sínar en karlar, hvort sem þær voru algengari hjá þeim eða ekki. Listinn allur lítur svona út: 1. Gleymdu hvar þeir lögðu bíl sínum (52%, eða 44% karla og 59% kvenna) 2. Óku yfir kantstein á bílastæði (43%, eða 35% karla og 51% kvenna) 3. Leystu lyklana inní bílnum (37%, eða 34% karla og 41% kvenna) 4. Óku á móti umferð á einstefnugötu (34%, eða 30% karla og 38% kvenna) 5. Óku af stað með eitthvað á þakinu (31%, eða 28% karla og 34% kvenna) 6. Reyndu að opna rangan bíl (29%, eða 24% karla og 34% kvenna) 7. Komust ekki út úr bílastæði (27%, eða 21% karla og 33% kvenna) 8. Misstu skyndibitamat eða pening út um gluggann við afgreiðslu (23%, eða 28% karla og 28% kvenna) 9. Sett þjófavörnina af stað og geta ekki slökkt (22%, eða 18% karla og 26% kvenna) 10. Misstu rukkunarmiða vegna vegagjalds út um gluggann (18%, eða 18% karla og 17% kvenna) 11. Hafa ekið í hringi á hringtorgi og ekki vitað hvar ætti að fara út (13%, eða 12% karla og 13% kvenna) 12. Stöðvuð af lögreglu og ekki með ökuskírteini (11%, eða 11% karla og 11% kvenna) 13. Ekið af stað með bensínslönguna í bensínopinu (11%, eða 14% karla og 7% kvenna) 14. Ekki tekist að láta fjartýringuna opna bílinn (9%, eða 10% karla og 8% kvenna) 15. Næstum ekið á gangandi manneskju (9%, eða 8% karla og 9% kvenna) 16. Gleymt farþega og snúið við (8%, eða 11% karla og 6% kvenna) 17. Farið inní bíl og uppgötvað að það var ekki þeirra bíll (8%, eða 7% karla og 8% kvenna)
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent