Nýir bílar komnir yfir 4.000 á árinu Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2014 11:30 BL er söluhæst bílaumboðanna, en þar fæst Renault Clio. Talsverð aukning hefur orðið á sölu nýrra bíla á árinu og gekk salan í maí vel. Frá 1.-24. maí seldust 1.556 bílar og fóru við það yfir fjögur þúsund bíla markið, eða nákvæmlega 4.020 bíla. Á þessum tíma árs selja bílaumboðin mikið af bílum til bílaleiga og skýrir það að sumu leiti út þessa miklu sölu í maí. Búast má áfram við mikilli sölu til bílaleiga í þessum mánuði og kæmi ekki á óvart að sala nýrra bíla við enda hans næði hátt í 6.000 bíla og árið ekki hálfnað. Það þýðir ekki að endanleg sala bíla fari í 12.000 bíla árinu, en hægjast mun á sölunni þegar bílaleigurnar hafa fengið afgreidda sína bíla í vor og sumar.BL söluhæst Bílaumboðið BL hefur verið söluhæsta umboðið það sem af er ári og heldur toppsætinu þó svo Hekla hafi selt fleiri bíla dagana 1.-24. maí. BL seldi 319 bíla en Hekla 378 á þessum rúmlega 3 vikum og Toyota seldi 269 bíla. Það er einmitt í þessari röð sem umboðin standa nú í heildarsölu ársins. BL hefur selt 883 bíla, Hekla 853 og Toyota 646. Þar á eftir koma Brimborg með 556 bíla, Askja með 393, Bílabúð Benna með 294, Suzuki með 213 og Bernhard með 182 bíla selda. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent
Talsverð aukning hefur orðið á sölu nýrra bíla á árinu og gekk salan í maí vel. Frá 1.-24. maí seldust 1.556 bílar og fóru við það yfir fjögur þúsund bíla markið, eða nákvæmlega 4.020 bíla. Á þessum tíma árs selja bílaumboðin mikið af bílum til bílaleiga og skýrir það að sumu leiti út þessa miklu sölu í maí. Búast má áfram við mikilli sölu til bílaleiga í þessum mánuði og kæmi ekki á óvart að sala nýrra bíla við enda hans næði hátt í 6.000 bíla og árið ekki hálfnað. Það þýðir ekki að endanleg sala bíla fari í 12.000 bíla árinu, en hægjast mun á sölunni þegar bílaleigurnar hafa fengið afgreidda sína bíla í vor og sumar.BL söluhæst Bílaumboðið BL hefur verið söluhæsta umboðið það sem af er ári og heldur toppsætinu þó svo Hekla hafi selt fleiri bíla dagana 1.-24. maí. BL seldi 319 bíla en Hekla 378 á þessum rúmlega 3 vikum og Toyota seldi 269 bíla. Það er einmitt í þessari röð sem umboðin standa nú í heildarsölu ársins. BL hefur selt 883 bíla, Hekla 853 og Toyota 646. Þar á eftir koma Brimborg með 556 bíla, Askja með 393, Bílabúð Benna með 294, Suzuki með 213 og Bernhard með 182 bíla selda.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent