Sæbrautinni lokað vegna hjólreiðamóts Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. júní 2014 09:26 María Ögn Guðmundsdóttir var í öðru sæti í fyrra og ætlar sér sigur á þessu ári. Sæbrautinni verður lokað þann 3. júlí þegar alþjóðlegt hjólreiðamót fer fram. Mótið heitir Alvogen Midnight Time Trial og fer hún fram að kvöldi til, eins og nafnið vísar til. Keppt er um titilinn traðskreiðasti hjólreiðamaður Íslands 2014. Öflugir erlendir hjólreiðamenn hafa boðað komu sína í keppnina og munu keppa í þríþrautaflokki karla og kvenna. Mótið er til UNICEF og rennur skráningargjald keppenda óskipt til samtakanna, er fram kemur í fréttatilkynningu frá mótshöldurum. Skráning á mótið hefst í dag og má nálgast upplýsingar á heimasíðu Alvogen. Aðeins geta 100 manns keppt í mótinu. Hér að neðan er fréttatilkynning frá mótshöldurum í heild sinni:Öflugasta hjólreiðafólk landsins mun etja kappi á Alvogen Midnight Time Trial hjólreiðakeppninni sem haldin verður að kvöldi 3. júlí nk. Keppt verður um titilinn hraðskreiðasti hjólreiðamaður Íslands 2014. Öflugir erlendir keppendur hafa boðað komu sína á mótið og munu keppa í þríþrautarflokki karla og kvenna. Sæbrautinni, einni helstu umferðaræð borgarinnar, verður lokað fyrir annarri umferð á meðan keppnin fer fram.Í Alvogen Midnight Time Trial er keppt í götu- og þríþrautaflokki (16km og 32km) í kvenna og karlaflokki og veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Lyfjafyrirtækið Alvogen er bakhjarl mótsins sem tileinkað er réttindum barna og munu öll skráningargjöld renna óskipt til UNICEF. Starfsmenn Alvogen um allan heim hafa einnig ákveðið að leggja samtökunum lið og um sjö milljónum króna verður úthlutað úr söfnunarsjóði Alvogen, Better Planet til UNICEF í tengslum við mótið.Rásmark er við Hörpu og þaðan er hjólað eftir Sæbraut að gatnamótum við Laugarnesveg og til baka að endamarki við Hörpu. Snúið er við á keilum og keppnishringur er um 5,5 km langur.Upplýsingar um skráningu má nálgast á www.alvogen.is en hún hefst kl.10:00 þann 3. júní nk. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 100 og skráningargjald er 3.500 krónur, sem rennur óskipt til UNICEF. Allir þátttakendur fá æfingabol og armband við afhendingu keppnisgagna sem má nálgast í Hörpu frá kl: 18:00 þann 3. júlí.Nánar um Alvogen Midnight Time TrialÁ þríþrautarhjólum eru liggistýri, plötugjarðir og aerohjálmar leyfilegir en óheimilt er að nýta sér búnaðinn í götuhjólaflokki. Drafting er óheimilt og gilda reglur hjólreiðanefndar ÍSÍ um drafting. Hjálmaskylda er í keppninni og eru keppendur á eigin ábyrgð. Keppt er að kvöldi 3. júlí næstkomandi og verður keppni lokið fyrir miðnætti. Nánari upplýsingar um tímasetningar verða gefnar út þegar nær dregur. • Götuhjólaflokkur hjólar þrjá hringi (16 km)• Þríþrautarflokkur hjólar sex hringi (32 km)• Verðlaunaafhending fer fram í Hörpu að móti loknuLeitað að 100 hröðustu hjólreiðamönnum og konum landsins• Keppendur þurfa að vera skráðir í reiðhjólafélag og vera í góðu líkamlegu formi• Komi til niðurskurðar verður horft til jafns kynjahlutfalls og svipaðs fjölda í götu- og þríþrautahjólaflokki• Fimm efstu keppendur í Alvogen Midnight Time Trial 2013 í hverjum flokki hafa forgang við skráningu, alls 20 keppendur• Fimm efstu keppendur í Time Trial mótum ársins 2014 fá einnig forgang við skráningu Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Sæbrautinni verður lokað þann 3. júlí þegar alþjóðlegt hjólreiðamót fer fram. Mótið heitir Alvogen Midnight Time Trial og fer hún fram að kvöldi til, eins og nafnið vísar til. Keppt er um titilinn traðskreiðasti hjólreiðamaður Íslands 2014. Öflugir erlendir hjólreiðamenn hafa boðað komu sína í keppnina og munu keppa í þríþrautaflokki karla og kvenna. Mótið er til UNICEF og rennur skráningargjald keppenda óskipt til samtakanna, er fram kemur í fréttatilkynningu frá mótshöldurum. Skráning á mótið hefst í dag og má nálgast upplýsingar á heimasíðu Alvogen. Aðeins geta 100 manns keppt í mótinu. Hér að neðan er fréttatilkynning frá mótshöldurum í heild sinni:Öflugasta hjólreiðafólk landsins mun etja kappi á Alvogen Midnight Time Trial hjólreiðakeppninni sem haldin verður að kvöldi 3. júlí nk. Keppt verður um titilinn hraðskreiðasti hjólreiðamaður Íslands 2014. Öflugir erlendir keppendur hafa boðað komu sína á mótið og munu keppa í þríþrautarflokki karla og kvenna. Sæbrautinni, einni helstu umferðaræð borgarinnar, verður lokað fyrir annarri umferð á meðan keppnin fer fram.Í Alvogen Midnight Time Trial er keppt í götu- og þríþrautaflokki (16km og 32km) í kvenna og karlaflokki og veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Lyfjafyrirtækið Alvogen er bakhjarl mótsins sem tileinkað er réttindum barna og munu öll skráningargjöld renna óskipt til UNICEF. Starfsmenn Alvogen um allan heim hafa einnig ákveðið að leggja samtökunum lið og um sjö milljónum króna verður úthlutað úr söfnunarsjóði Alvogen, Better Planet til UNICEF í tengslum við mótið.Rásmark er við Hörpu og þaðan er hjólað eftir Sæbraut að gatnamótum við Laugarnesveg og til baka að endamarki við Hörpu. Snúið er við á keilum og keppnishringur er um 5,5 km langur.Upplýsingar um skráningu má nálgast á www.alvogen.is en hún hefst kl.10:00 þann 3. júní nk. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 100 og skráningargjald er 3.500 krónur, sem rennur óskipt til UNICEF. Allir þátttakendur fá æfingabol og armband við afhendingu keppnisgagna sem má nálgast í Hörpu frá kl: 18:00 þann 3. júlí.Nánar um Alvogen Midnight Time TrialÁ þríþrautarhjólum eru liggistýri, plötugjarðir og aerohjálmar leyfilegir en óheimilt er að nýta sér búnaðinn í götuhjólaflokki. Drafting er óheimilt og gilda reglur hjólreiðanefndar ÍSÍ um drafting. Hjálmaskylda er í keppninni og eru keppendur á eigin ábyrgð. Keppt er að kvöldi 3. júlí næstkomandi og verður keppni lokið fyrir miðnætti. Nánari upplýsingar um tímasetningar verða gefnar út þegar nær dregur. • Götuhjólaflokkur hjólar þrjá hringi (16 km)• Þríþrautarflokkur hjólar sex hringi (32 km)• Verðlaunaafhending fer fram í Hörpu að móti loknuLeitað að 100 hröðustu hjólreiðamönnum og konum landsins• Keppendur þurfa að vera skráðir í reiðhjólafélag og vera í góðu líkamlegu formi• Komi til niðurskurðar verður horft til jafns kynjahlutfalls og svipaðs fjölda í götu- og þríþrautahjólaflokki• Fimm efstu keppendur í Alvogen Midnight Time Trial 2013 í hverjum flokki hafa forgang við skráningu, alls 20 keppendur• Fimm efstu keppendur í Time Trial mótum ársins 2014 fá einnig forgang við skráningu
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira