Bílasala aukist 9 mánuði í röð í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 18. júní 2014 10:37 Renault Clio. Renault gengur vel um þessar mundir. Í nýliðnum maí jókst bílasala í Evrópu um 4% og er það níunda mánuðinn í röð sem hún hefur aukist. Bílaframleiðendurnir Renault, Peugeot, Opel og Skoda juku myndarlega við sölu sína en hún minnkaði hjá Ford, Fiat og Hyundai. Bílasala í Evrópu á árinu hefur aukist um 7% og er nú orðin 5,62 milljón bílar. Síðustu 6 ár hefur bílasala fara niður á við í álfunni og hvert þeirra ára verið lægra í sölu en það fyrra. Nú hefur það breyst og bjartari tímar hjá evrópskum bílaframleiðendum. Franski bílasmiðurinn Renault jók sölu sína í maí um 18% og á góð sala í undirmerkinu Dacia í Rúmeníu vænan þátt í því, en sala Dacia bíla jókst um 24%. Skoda var lítill eftirbátur Renault, en sala Skoda bíla jókst um 23% í maí og systurfyrirtæki þess, Seat á Spáni jók söluna um 22%. Móðurfyrirtæki þeirra, Volkswagen jók söluna um 5% og það gerði Audi líka. Peugeot jók söluna einnig um 5% og Citroën um 3,5%. Opel/Vauxhall seldi 6% fleiri bíla og virðist ætla að eiga gott ár í ár. Chevrolet, sem draga mun bíla sína af markaði í Evrópu í enda næsta árs, var með 7% minni sölu í maí en í sama mánuði í fyrra og halda því erfiðleikarnir áfram á þeim bænum. Opel, sem er í eigu GM, líkt og Chevrolet, jók hinsvegar söluna um 8% og hyggur á frekari landvinninga í markaðshlutdeild í Evrópu. Hún er nú 6,8% en áætlanir GM hljóða uppá 8% hlutdeild árið 2022. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Konan er fundin Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent
Í nýliðnum maí jókst bílasala í Evrópu um 4% og er það níunda mánuðinn í röð sem hún hefur aukist. Bílaframleiðendurnir Renault, Peugeot, Opel og Skoda juku myndarlega við sölu sína en hún minnkaði hjá Ford, Fiat og Hyundai. Bílasala í Evrópu á árinu hefur aukist um 7% og er nú orðin 5,62 milljón bílar. Síðustu 6 ár hefur bílasala fara niður á við í álfunni og hvert þeirra ára verið lægra í sölu en það fyrra. Nú hefur það breyst og bjartari tímar hjá evrópskum bílaframleiðendum. Franski bílasmiðurinn Renault jók sölu sína í maí um 18% og á góð sala í undirmerkinu Dacia í Rúmeníu vænan þátt í því, en sala Dacia bíla jókst um 24%. Skoda var lítill eftirbátur Renault, en sala Skoda bíla jókst um 23% í maí og systurfyrirtæki þess, Seat á Spáni jók söluna um 22%. Móðurfyrirtæki þeirra, Volkswagen jók söluna um 5% og það gerði Audi líka. Peugeot jók söluna einnig um 5% og Citroën um 3,5%. Opel/Vauxhall seldi 6% fleiri bíla og virðist ætla að eiga gott ár í ár. Chevrolet, sem draga mun bíla sína af markaði í Evrópu í enda næsta árs, var með 7% minni sölu í maí en í sama mánuði í fyrra og halda því erfiðleikarnir áfram á þeim bænum. Opel, sem er í eigu GM, líkt og Chevrolet, jók hinsvegar söluna um 8% og hyggur á frekari landvinninga í markaðshlutdeild í Evrópu. Hún er nú 6,8% en áætlanir GM hljóða uppá 8% hlutdeild árið 2022.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Konan er fundin Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent