Bílasala aukist 9 mánuði í röð í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 18. júní 2014 10:37 Renault Clio. Renault gengur vel um þessar mundir. Í nýliðnum maí jókst bílasala í Evrópu um 4% og er það níunda mánuðinn í röð sem hún hefur aukist. Bílaframleiðendurnir Renault, Peugeot, Opel og Skoda juku myndarlega við sölu sína en hún minnkaði hjá Ford, Fiat og Hyundai. Bílasala í Evrópu á árinu hefur aukist um 7% og er nú orðin 5,62 milljón bílar. Síðustu 6 ár hefur bílasala fara niður á við í álfunni og hvert þeirra ára verið lægra í sölu en það fyrra. Nú hefur það breyst og bjartari tímar hjá evrópskum bílaframleiðendum. Franski bílasmiðurinn Renault jók sölu sína í maí um 18% og á góð sala í undirmerkinu Dacia í Rúmeníu vænan þátt í því, en sala Dacia bíla jókst um 24%. Skoda var lítill eftirbátur Renault, en sala Skoda bíla jókst um 23% í maí og systurfyrirtæki þess, Seat á Spáni jók söluna um 22%. Móðurfyrirtæki þeirra, Volkswagen jók söluna um 5% og það gerði Audi líka. Peugeot jók söluna einnig um 5% og Citroën um 3,5%. Opel/Vauxhall seldi 6% fleiri bíla og virðist ætla að eiga gott ár í ár. Chevrolet, sem draga mun bíla sína af markaði í Evrópu í enda næsta árs, var með 7% minni sölu í maí en í sama mánuði í fyrra og halda því erfiðleikarnir áfram á þeim bænum. Opel, sem er í eigu GM, líkt og Chevrolet, jók hinsvegar söluna um 8% og hyggur á frekari landvinninga í markaðshlutdeild í Evrópu. Hún er nú 6,8% en áætlanir GM hljóða uppá 8% hlutdeild árið 2022. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent
Í nýliðnum maí jókst bílasala í Evrópu um 4% og er það níunda mánuðinn í röð sem hún hefur aukist. Bílaframleiðendurnir Renault, Peugeot, Opel og Skoda juku myndarlega við sölu sína en hún minnkaði hjá Ford, Fiat og Hyundai. Bílasala í Evrópu á árinu hefur aukist um 7% og er nú orðin 5,62 milljón bílar. Síðustu 6 ár hefur bílasala fara niður á við í álfunni og hvert þeirra ára verið lægra í sölu en það fyrra. Nú hefur það breyst og bjartari tímar hjá evrópskum bílaframleiðendum. Franski bílasmiðurinn Renault jók sölu sína í maí um 18% og á góð sala í undirmerkinu Dacia í Rúmeníu vænan þátt í því, en sala Dacia bíla jókst um 24%. Skoda var lítill eftirbátur Renault, en sala Skoda bíla jókst um 23% í maí og systurfyrirtæki þess, Seat á Spáni jók söluna um 22%. Móðurfyrirtæki þeirra, Volkswagen jók söluna um 5% og það gerði Audi líka. Peugeot jók söluna einnig um 5% og Citroën um 3,5%. Opel/Vauxhall seldi 6% fleiri bíla og virðist ætla að eiga gott ár í ár. Chevrolet, sem draga mun bíla sína af markaði í Evrópu í enda næsta árs, var með 7% minni sölu í maí en í sama mánuði í fyrra og halda því erfiðleikarnir áfram á þeim bænum. Opel, sem er í eigu GM, líkt og Chevrolet, jók hinsvegar söluna um 8% og hyggur á frekari landvinninga í markaðshlutdeild í Evrópu. Hún er nú 6,8% en áætlanir GM hljóða uppá 8% hlutdeild árið 2022.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent