6 laxar á land fyrsta daginn úr Þverá Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2014 12:24 Þverá í Borgarfirði opnaði í gær við ágæt skilyrði og lax virðist vera kominn nokkuð ofarlega í ánna. Það komu 6 laxar á land og annað eins slapp á fyrsta degi í Þverá sem hefur lengi verið ein af bestu laxveiðiám landsins. Allir laxarnir sem komu á land voru vænir tveggja ára laxar og var stærðin á þeim 80 - 86 sem sem er feyknagott en eins og annars staðar virðist laxinn koma vel haldin úr sjó. Kirkjustrengur, Klapparfljót og Kaðalstaðahylur gáfu laxa og lax sást á fleiri stöðum án þess að falla fyrir flugum veiðimanna. Það styttist í að fyrstu smálaxagöngurnar láti sjá sig í Borgarfirðinum en þá eru veiðitölur fljótar að fara upp og reikna má með, séu göngurnar góðar, að fyrstu 100 laxa hollinn í Borgarfirðinum verði í lok júní eða byrjun júlí. Það styttist svo í opnun Kjarrár, Grímsár, Laxá í Kjós og fleiri laxveiðiáa en lax hefur sést í þeim öllum svo veiðimenn bíða spenntir eftir því að komast í árnar. Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði
Þverá í Borgarfirði opnaði í gær við ágæt skilyrði og lax virðist vera kominn nokkuð ofarlega í ánna. Það komu 6 laxar á land og annað eins slapp á fyrsta degi í Þverá sem hefur lengi verið ein af bestu laxveiðiám landsins. Allir laxarnir sem komu á land voru vænir tveggja ára laxar og var stærðin á þeim 80 - 86 sem sem er feyknagott en eins og annars staðar virðist laxinn koma vel haldin úr sjó. Kirkjustrengur, Klapparfljót og Kaðalstaðahylur gáfu laxa og lax sást á fleiri stöðum án þess að falla fyrir flugum veiðimanna. Það styttist í að fyrstu smálaxagöngurnar láti sjá sig í Borgarfirðinum en þá eru veiðitölur fljótar að fara upp og reikna má með, séu göngurnar góðar, að fyrstu 100 laxa hollinn í Borgarfirðinum verði í lok júní eða byrjun júlí. Það styttist svo í opnun Kjarrár, Grímsár, Laxá í Kjós og fleiri laxveiðiáa en lax hefur sést í þeim öllum svo veiðimenn bíða spenntir eftir því að komast í árnar.
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði