Vinnslustöðin telur sig vera með sterkt mál í höndunum Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. júní 2014 10:24 Lögmaður Vinnslustöðvarinnar, sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sérstaka veiðigjaldsins, segir að gjaldið eigi sér engin fordæmi í skattasögu Íslands. Hann er sannfærður um að Vinnslustöðin hafi betur í réttarsal. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum greiddi 704 milljónir króna í veiðigjald fyrir fiskveiðiárið 2012 og 2013, þar af nam sérstakt veiðigjald 516 milljónum króna. Vinnslustöðin stefndi íslenska í síðasta mánuði og krafðist þess að fá sérstaka veiðigjaldið endurgreitt á þeirri forsendu að það stangist á við ófrávíkjanleg ákvæði í stjórnarskrá Íslands. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður flytur málið fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar og telur sig vera með sterkt mál í höndunum. „Ég tel að svo sé. Við hefðum ekki farið af stað nema að halda að það vinnist,“ segir Ragnar. Verjendur ríkisins fá frest fram á haust til að skila inn greinargerð í málinu áður en aðalmeðferð fer fram. Ragnar segir að sérstaka veiðigjaldið sé skattheimta sem eigi sér engin fordæmi í íslenskri skattasögu. „Við teljum að álagningarreglurnar og aðferðin við skattheimtuna sé andstæð stjórnarskránni og reyndar sé skattlagningin svo stórfelld að hún feli í reynd í sér eignaupptöku sem er andstæð stjórnarskránni,“ segir Ragnar ennfremur.Greiddu átta milljarða í sérstakt veiðigjald Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu 12,7 milljarða króna í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2012/2013. Þar af nam sérstakt veiðigjald um átta milljörðum króna. HB Grandi greiddi mest allra fyrirtækja í veiðigjald á umræddu fiskveiðiári eða rétt tæpa tvo milljarða króna. Samherji greiddi næstmest eða rúma 1,2 milljarða. Ragnar á von á því að önnur sjávarútvegsfyrirtæki muni höfða mál fari svo að Vinnslustöðin hafi betur í dómsal. „Þetta eru útreikningar, sem lagðir eru til grundvallar skattheimtunni, sem skattaðilinn hefur ekki nokkra minnstu möguleika á að staðreyna hvort séu réttir.“ Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Lögmaður Vinnslustöðvarinnar, sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sérstaka veiðigjaldsins, segir að gjaldið eigi sér engin fordæmi í skattasögu Íslands. Hann er sannfærður um að Vinnslustöðin hafi betur í réttarsal. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum greiddi 704 milljónir króna í veiðigjald fyrir fiskveiðiárið 2012 og 2013, þar af nam sérstakt veiðigjald 516 milljónum króna. Vinnslustöðin stefndi íslenska í síðasta mánuði og krafðist þess að fá sérstaka veiðigjaldið endurgreitt á þeirri forsendu að það stangist á við ófrávíkjanleg ákvæði í stjórnarskrá Íslands. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður flytur málið fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar og telur sig vera með sterkt mál í höndunum. „Ég tel að svo sé. Við hefðum ekki farið af stað nema að halda að það vinnist,“ segir Ragnar. Verjendur ríkisins fá frest fram á haust til að skila inn greinargerð í málinu áður en aðalmeðferð fer fram. Ragnar segir að sérstaka veiðigjaldið sé skattheimta sem eigi sér engin fordæmi í íslenskri skattasögu. „Við teljum að álagningarreglurnar og aðferðin við skattheimtuna sé andstæð stjórnarskránni og reyndar sé skattlagningin svo stórfelld að hún feli í reynd í sér eignaupptöku sem er andstæð stjórnarskránni,“ segir Ragnar ennfremur.Greiddu átta milljarða í sérstakt veiðigjald Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu 12,7 milljarða króna í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2012/2013. Þar af nam sérstakt veiðigjald um átta milljörðum króna. HB Grandi greiddi mest allra fyrirtækja í veiðigjald á umræddu fiskveiðiári eða rétt tæpa tvo milljarða króna. Samherji greiddi næstmest eða rúma 1,2 milljarða. Ragnar á von á því að önnur sjávarútvegsfyrirtæki muni höfða mál fari svo að Vinnslustöðin hafi betur í dómsal. „Þetta eru útreikningar, sem lagðir eru til grundvallar skattheimtunni, sem skattaðilinn hefur ekki nokkra minnstu möguleika á að staðreyna hvort séu réttir.“
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira