Fólkið í blokkinni á hvíta tjaldið Álfrún Pálsdóttir skrifar 8. júlí 2014 14:15 Fjölskyldan í blokkinni er tilbúin á hvíta tjaldið jólin 2015. „Við stefnum í tökur næsta vor og ætli þetta verði ekki þá jólamyndin 2015. Það er ágætis plan,“ segir leikstjórinn Kristófer Dignus en hann og framleiðslufyrirtækið Pegasus hafa sótt um styrk hjá Kvikmyndasjóði Íslands til að búa til kvikmynd byggða á sjónvarpsseríunni Fólkið í blokkinni. Sjónvarpsþáttaröðin fékk góðar viðtökur er hún var sýnd á Rúv í vetur og var planið alltaf að ráðast í gerð á annarrar seríu. „Landslagið bauð bara ekki upp á það núna. Búið að ráðstafa öllum sjónvarpsstyrkjum hjá Kvikmyndasjóði og ekki til meiri peningar hjá Rúv. Þetta var auðvitað leiðinlegt þar sem við fundum að það er eftirspurn eftir meira frá Fólkinu í blokkinni.“Kristófer Dignus, leikstjóri, er spenntur að gera meira um Fólkið í blokkinni.Kristófer settist því niður með Ólafi Hauki Símonarsyni, rithöfundi en þættirnir voru byggðir á sögu hans, og saman gerðu þeir kvikmyndahandrit með sömu persónum, í sama heimi og sjónvarpsþáttaröðin nema glænýr söguþráður. Kvikmyndin hefur fengið titilinn Fólkið í blokkinni og dýragarðurinn.„Handritið er nú komið til kvikmyndasjóðs, klappað og klárt, og nú krossum við bara putta og vonum það besta. Rúv mun eflaust koma eitthvað að framleiðslunni með okkur. Þættirnir eru dýrir og mér skilst að Rúv vilji frekar gera meira og ódýrara innlent efni.“ Með aðalhlutverk í þáttunum fóru þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gunnar Hansson, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Andrea Marín Andrésdóttir. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Við stefnum í tökur næsta vor og ætli þetta verði ekki þá jólamyndin 2015. Það er ágætis plan,“ segir leikstjórinn Kristófer Dignus en hann og framleiðslufyrirtækið Pegasus hafa sótt um styrk hjá Kvikmyndasjóði Íslands til að búa til kvikmynd byggða á sjónvarpsseríunni Fólkið í blokkinni. Sjónvarpsþáttaröðin fékk góðar viðtökur er hún var sýnd á Rúv í vetur og var planið alltaf að ráðast í gerð á annarrar seríu. „Landslagið bauð bara ekki upp á það núna. Búið að ráðstafa öllum sjónvarpsstyrkjum hjá Kvikmyndasjóði og ekki til meiri peningar hjá Rúv. Þetta var auðvitað leiðinlegt þar sem við fundum að það er eftirspurn eftir meira frá Fólkinu í blokkinni.“Kristófer Dignus, leikstjóri, er spenntur að gera meira um Fólkið í blokkinni.Kristófer settist því niður með Ólafi Hauki Símonarsyni, rithöfundi en þættirnir voru byggðir á sögu hans, og saman gerðu þeir kvikmyndahandrit með sömu persónum, í sama heimi og sjónvarpsþáttaröðin nema glænýr söguþráður. Kvikmyndin hefur fengið titilinn Fólkið í blokkinni og dýragarðurinn.„Handritið er nú komið til kvikmyndasjóðs, klappað og klárt, og nú krossum við bara putta og vonum það besta. Rúv mun eflaust koma eitthvað að framleiðslunni með okkur. Þættirnir eru dýrir og mér skilst að Rúv vilji frekar gera meira og ódýrara innlent efni.“ Með aðalhlutverk í þáttunum fóru þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gunnar Hansson, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Andrea Marín Andrésdóttir.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira