Endurheimti stolna bílinn 33 árum seinna Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2014 14:45 George Talley kátur og sameinaður Corvettunni eftir 33 ár. Sjötíu og eins árs gamall íbúi í Detroit í Bandaríkjunum brosir nú hringinn eftir að Chevrolet Corvette bíll sem hann átti fannst og það einum 33 árum eftir að honum var stolið. Hann fékk afar gleðilegt símtal frá lögreglunni í Michigan, fylkinu þar sem bíllinn fannst. Þá var þrautin þyngri að koma bílnum þá löngu leið sem þarna er á milli og góð ráð dýr. Greip þá einn af yfirmönnum GM í inn í málið, er honum hafði borist til eyrna hvernig málum var háttað, og bauðst til að flytja bílinn á kostnað GM. Honum var greinilega skemmt við fréttina. Eigandinn, George Talley hafði aðeins átt Corvettuna í 2 ár er bílnum var stolið, en svo ólíklega vildi til að honum var stolið rétt hjá höfuðstöðvum GM í Detroit. Bíllinn er af árgerð 1979. Til að gleðja eigandann enn meira hefur ónefndur aðili boðist til að gera Corvettuna upp og gera hana eins og nýja. Eftir það ætti hún að verða meira virði en þegar George keypti hana í upphafi, en líklegast er að hann vilji eiga hana sem lengst. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent
Sjötíu og eins árs gamall íbúi í Detroit í Bandaríkjunum brosir nú hringinn eftir að Chevrolet Corvette bíll sem hann átti fannst og það einum 33 árum eftir að honum var stolið. Hann fékk afar gleðilegt símtal frá lögreglunni í Michigan, fylkinu þar sem bíllinn fannst. Þá var þrautin þyngri að koma bílnum þá löngu leið sem þarna er á milli og góð ráð dýr. Greip þá einn af yfirmönnum GM í inn í málið, er honum hafði borist til eyrna hvernig málum var háttað, og bauðst til að flytja bílinn á kostnað GM. Honum var greinilega skemmt við fréttina. Eigandinn, George Talley hafði aðeins átt Corvettuna í 2 ár er bílnum var stolið, en svo ólíklega vildi til að honum var stolið rétt hjá höfuðstöðvum GM í Detroit. Bíllinn er af árgerð 1979. Til að gleðja eigandann enn meira hefur ónefndur aðili boðist til að gera Corvettuna upp og gera hana eins og nýja. Eftir það ætti hún að verða meira virði en þegar George keypti hana í upphafi, en líklegast er að hann vilji eiga hana sem lengst.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent