Toyota uppfærir vélaframboðið Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2014 10:08 Toyota Yaris Toyota hefur ekki endurnýjað framboð sitt á vélum af jafn miklum krafti og Mazda, Nissan og Honda á síðustu árum. Toyota hefur þess í stað lagt áherslu á tvinnbíla (Hybrid) og lagt lítið fé til þróunar á hefðbundnum brunavélum sínum. Það er að fara að breytast og það hratt. Toyota ætlar að kynna 14 nýjar vélar á næstu 12 mánuðum og mun fleiri koma svo í kjölfarið. Þessar nýju vélar eru allt að 30% eyðslugrennri en þær vélar sem þær leysa af hólmi og eru hannaðar á þann veg að margir íhlutir í þær eru 50% ódýrari en í forverum þeirra. Með því að spara í íhlutum getur Toyota bætt t.d. við forþjöppu eða beinni innspýtingu án þess að verð vélanna hækki og er sú hugsun gegnumgangandi í þessum umskiptum, þ.e. spara í framleiðslu íhluta til að hægt sé að eyða meira í að bæta afl eða minnka eyðslu þeirra. Toyota hefur verið að dragast afturúr öðrum japönskum bílaframleiðendum hvað varðar lækkun í eyðslu bílaflota síns og hefur eyðsla Nissan-, Honda- og Mazda-bíla farið talsvert hraðar lækkandi á undanförnum árum en í bílum Toyota. Þessu ætlar Toyota að breyta og stefnir að því að taka aftur forystuna hvað varðar sparneytni. Þessi mikla umbylting á vélarflota Toyota þar sem hver einasta vél verður endurnýjuð mun að sögn Toyota duga til næstu 10-15 ára. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent
Toyota hefur ekki endurnýjað framboð sitt á vélum af jafn miklum krafti og Mazda, Nissan og Honda á síðustu árum. Toyota hefur þess í stað lagt áherslu á tvinnbíla (Hybrid) og lagt lítið fé til þróunar á hefðbundnum brunavélum sínum. Það er að fara að breytast og það hratt. Toyota ætlar að kynna 14 nýjar vélar á næstu 12 mánuðum og mun fleiri koma svo í kjölfarið. Þessar nýju vélar eru allt að 30% eyðslugrennri en þær vélar sem þær leysa af hólmi og eru hannaðar á þann veg að margir íhlutir í þær eru 50% ódýrari en í forverum þeirra. Með því að spara í íhlutum getur Toyota bætt t.d. við forþjöppu eða beinni innspýtingu án þess að verð vélanna hækki og er sú hugsun gegnumgangandi í þessum umskiptum, þ.e. spara í framleiðslu íhluta til að hægt sé að eyða meira í að bæta afl eða minnka eyðslu þeirra. Toyota hefur verið að dragast afturúr öðrum japönskum bílaframleiðendum hvað varðar lækkun í eyðslu bílaflota síns og hefur eyðsla Nissan-, Honda- og Mazda-bíla farið talsvert hraðar lækkandi á undanförnum árum en í bílum Toyota. Þessu ætlar Toyota að breyta og stefnir að því að taka aftur forystuna hvað varðar sparneytni. Þessi mikla umbylting á vélarflota Toyota þar sem hver einasta vél verður endurnýjuð mun að sögn Toyota duga til næstu 10-15 ára.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent