Að elta síkvika gulrót Guðni Gunnarsson skrifar 27. júlí 2014 09:00 Mynd/getty Markmiðin geta hæglega hamlað, lamað og sent mann í djúpa fjarveru frá lífinu, þegar þau eru byggð á hvata en ekki tilgangi; þegar þau lúta lögmálum þegar-veikinnar. Markmið án tilgangs eru ávísun á tómleikatilfinninguna sem fylgir öllum verklokum– þegar öll orkan hefur farið í að klára tiltekið verkefni og því lýkur og ekkert hefur breyst. Leitin að næsta verkefni hefst strax: „Hvað á ég nú að hafa fyrir stafni?“Fjarvera mannkyns á sér fjölmargar vinsælar birtingarmyndir – þar má nefna matarneyslu, sjúkdóma, veikindi, drykkju, þráhyggju og frestun. En að þessu slepptu fer ein helsta fjarvera mannkyns fram í eltingarleiknum við markmiðin. Þar sjáum við "þegarveikina" í sinni fúlustu mynd – þar ræður ríkjum hin lokkandi gulrót.„Það er vandlifað,“ væri hægt að segja núna. En ég myndi auðvitað mótmæla strax og segja að það sé auðvelt að lifa, þegar maður bara vandar til verksins og er ábyrgur fyrir sínu lífi og aðeins sínu. Það er auðvelt að lifa þegar maður vandar sig við að lifa. Og þegar ég segi lifa þá meina ég auðvitað í fullri birtingu sjálfs sín – ekki skrimta eða þrauka með dimmi á ljósinu. Við erum að tala um markmið sem drauma með tímamörkum. Og það er algerlega gott og blessað að setja sér markmið með tilgangi, ekki síst þegar tilgangurinn er göfugur og liggur nærri söng hjarta þíns. Það er skýr munur á hvöt og innblæstri: Hvöt er alltaf byggð á ótta og hún er alltaf tengd niðurstöðu eða áfangastað. Hún er alltaf viðleitni til að komast frá sársauka fortíðarinnar, viðnámi gegn núinu eða í átt að tálmynd ánægju í framtíðinni. Að láta hvötina stjórna sér er að vera stöðugt fjarverandi. Innblástur myndast hins vegar af því að vera skapandi í núinu; að njóta sín og þess sem fengist er við á hverju andartaki.. William Shakespeare skildi þetta til fulls þegar hann meitlaði eina frægustu setningu bók- menntanna, fyrr og síðar:Að vera, eða ekki vera, þarna er efinn.Kærleikur,Guðni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Markmiðin geta hæglega hamlað, lamað og sent mann í djúpa fjarveru frá lífinu, þegar þau eru byggð á hvata en ekki tilgangi; þegar þau lúta lögmálum þegar-veikinnar. Markmið án tilgangs eru ávísun á tómleikatilfinninguna sem fylgir öllum verklokum– þegar öll orkan hefur farið í að klára tiltekið verkefni og því lýkur og ekkert hefur breyst. Leitin að næsta verkefni hefst strax: „Hvað á ég nú að hafa fyrir stafni?“Fjarvera mannkyns á sér fjölmargar vinsælar birtingarmyndir – þar má nefna matarneyslu, sjúkdóma, veikindi, drykkju, þráhyggju og frestun. En að þessu slepptu fer ein helsta fjarvera mannkyns fram í eltingarleiknum við markmiðin. Þar sjáum við "þegarveikina" í sinni fúlustu mynd – þar ræður ríkjum hin lokkandi gulrót.„Það er vandlifað,“ væri hægt að segja núna. En ég myndi auðvitað mótmæla strax og segja að það sé auðvelt að lifa, þegar maður bara vandar til verksins og er ábyrgur fyrir sínu lífi og aðeins sínu. Það er auðvelt að lifa þegar maður vandar sig við að lifa. Og þegar ég segi lifa þá meina ég auðvitað í fullri birtingu sjálfs sín – ekki skrimta eða þrauka með dimmi á ljósinu. Við erum að tala um markmið sem drauma með tímamörkum. Og það er algerlega gott og blessað að setja sér markmið með tilgangi, ekki síst þegar tilgangurinn er göfugur og liggur nærri söng hjarta þíns. Það er skýr munur á hvöt og innblæstri: Hvöt er alltaf byggð á ótta og hún er alltaf tengd niðurstöðu eða áfangastað. Hún er alltaf viðleitni til að komast frá sársauka fortíðarinnar, viðnámi gegn núinu eða í átt að tálmynd ánægju í framtíðinni. Að láta hvötina stjórna sér er að vera stöðugt fjarverandi. Innblástur myndast hins vegar af því að vera skapandi í núinu; að njóta sín og þess sem fengist er við á hverju andartaki.. William Shakespeare skildi þetta til fulls þegar hann meitlaði eina frægustu setningu bók- menntanna, fyrr og síðar:Að vera, eða ekki vera, þarna er efinn.Kærleikur,Guðni
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira