Erlent

Borgarhlutar í sóttkví vegna tilfellis svartadauða

Atli Ísleifsson skrifar
Kýlapestin er algengasta birtingarmynd svartadauða og leiddi áður fyrr um helming þeirra sem smituðust til dauða.
Kýlapestin er algengasta birtingarmynd svartadauða og leiddi áður fyrr um helming þeirra sem smituðust til dauða. Vísir/AFP
Kínversk yfirvöld hafa komið 151 manni fyrir í sóttkví eftir að maður lést úr kýlapest, eða svartadauða, í norðvesturhluta landsins þann 16. júlí. Hluti miðborgar Yumen í Gansu-héraði hefur verið lokaður af, sem og þrír bæjarhlutar Chijin skammt frá.

Heilbrigðisyfirvöld telja manninn, sem var 38 ára, hafa smitast eftir að hafa komist í snertingu við múrmeldýr. Á vef BBC segir að maðurinn ku hafa gefið hundi sínum dáið múrmeldýr og þannig smitast af pestinni.

Talsmaður sjúkrahússins þar sem maðurinn lést segir hann hafa mætt þangað með aukinn hjartslátt og fékk síðar lost og lést. Í kjölfarið var ákveðið að setja sjúkrahúsið í sóttkví, sem og það fólk sem hann hafði umgengst frá því að hann smitaðist.

Að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hefur tilvikum svartadauða skotið upp kollunum víða síðustu ár og létust meðal annars sextíu manns á Madagaskar úr kýlapest  fyrr á árinu.

Á Vísindavefnum segir að kýlapest hafi einn helsti sjúkdómurinn sem fylgdi svartadauða á 14. öld, en áætlað er að svartidauði hafi dregið um þriðjung Evrópubúa til dauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×