Afbókaði bæði í flug MH17 og MH370 Randver Kári Randversson skrifar 22. júlí 2014 14:14 Flug MH 17 fer frá Schiphol flugvelli í Amsterdam 17. júlí sl. Vísir/AFP Það hefur vakið athygli hve lánsamur hollenski hjólreiðakappinn Maarten de Jonge hefur verið á undanförnum mánuðum. Á vef Independent er sagt frá því að De Jonge hafi átt bókað flug bæði með flugi MH370 Malaysia Airlines, sem hvarf þann 7. mars á leið frá Malasíu til Kína , og flugi MH17 sem fórst yfir Úkraínu í síðustu viku, en afbókað í bæði skiptin. De Jonge er atvinnumaður í hjólreiðum og ferðast mikið þar sem hann tekur þátt í hjólreiðakeppnum víða um heim. Í viðtali við hollenska sjónvarpsstöð segir hann frá því að hann hafi ætlað að fljúga með MH370, til að taka þátt í hjólreiðakeppni í Taívan. Hann hafi hins vegar ákveðið að taka annað flug til þess að komast hjá því að millilenda í Peking. Þar sem hann hafi skipt um flug á síðustu stundu, þá hafi hann meira að segja talað við nokkra farþega sem voru að bíða eftir að fara um borð í MH370 á flugvellinum. Jafnframt átti hann að fljúga með MH17 frá Amsterdam til Kuala Lumpur í síðustu viku en hætti snögglega við og ákvað að taka annað flug, sem fer frá Frankfurt í dag, vegna þess að það hafi verið ódýrara. Af virðingu við þá sem létust hyggst de Jonge ekki veita fleiri viðtöl og vill ekki vekja frekari athygli á sögu sinni. Í yfirlýsingu á heimasíðu sinni segir hann að sín reynsla sé ekkert í samanburði í við það sem svo margir aðrir gangi nú í gegnum. Hann vilji ekki að sín saga skyggi á nokkurn hátt á þann harmleik sem hafi dunið yfir í bæði skiptin sem hann hafi hætt við flug hjá Malaysia Airlines. MH17 Tengdar fréttir Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00 Aðstandendur látnu farþeganna fá 5000 dali Fjölskyldur farþeganna sem létust í flugi MH17 síðastliðinn fimmtudag fá fimm þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega hálfa milljón íslenskra króna, frá flugfélaginu Malaysian airlines. 21. júlí 2014 13:54 Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines Kona frá Ástralíu hefur missti bróður sinn í hvarfi MH 370 í suður Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niður yfir Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 11:15 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Heita því að fljúga áfram með Malaysia Airlines Um ein og hálf milljón manna hafa gengið í Facebook-hóp þar sem þeir heita því að fljúga áfram með flugfélaginu Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 15:09 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Það hefur vakið athygli hve lánsamur hollenski hjólreiðakappinn Maarten de Jonge hefur verið á undanförnum mánuðum. Á vef Independent er sagt frá því að De Jonge hafi átt bókað flug bæði með flugi MH370 Malaysia Airlines, sem hvarf þann 7. mars á leið frá Malasíu til Kína , og flugi MH17 sem fórst yfir Úkraínu í síðustu viku, en afbókað í bæði skiptin. De Jonge er atvinnumaður í hjólreiðum og ferðast mikið þar sem hann tekur þátt í hjólreiðakeppnum víða um heim. Í viðtali við hollenska sjónvarpsstöð segir hann frá því að hann hafi ætlað að fljúga með MH370, til að taka þátt í hjólreiðakeppni í Taívan. Hann hafi hins vegar ákveðið að taka annað flug til þess að komast hjá því að millilenda í Peking. Þar sem hann hafi skipt um flug á síðustu stundu, þá hafi hann meira að segja talað við nokkra farþega sem voru að bíða eftir að fara um borð í MH370 á flugvellinum. Jafnframt átti hann að fljúga með MH17 frá Amsterdam til Kuala Lumpur í síðustu viku en hætti snögglega við og ákvað að taka annað flug, sem fer frá Frankfurt í dag, vegna þess að það hafi verið ódýrara. Af virðingu við þá sem létust hyggst de Jonge ekki veita fleiri viðtöl og vill ekki vekja frekari athygli á sögu sinni. Í yfirlýsingu á heimasíðu sinni segir hann að sín reynsla sé ekkert í samanburði í við það sem svo margir aðrir gangi nú í gegnum. Hann vilji ekki að sín saga skyggi á nokkurn hátt á þann harmleik sem hafi dunið yfir í bæði skiptin sem hann hafi hætt við flug hjá Malaysia Airlines.
MH17 Tengdar fréttir Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00 Aðstandendur látnu farþeganna fá 5000 dali Fjölskyldur farþeganna sem létust í flugi MH17 síðastliðinn fimmtudag fá fimm þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega hálfa milljón íslenskra króna, frá flugfélaginu Malaysian airlines. 21. júlí 2014 13:54 Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines Kona frá Ástralíu hefur missti bróður sinn í hvarfi MH 370 í suður Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niður yfir Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 11:15 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Heita því að fljúga áfram með Malaysia Airlines Um ein og hálf milljón manna hafa gengið í Facebook-hóp þar sem þeir heita því að fljúga áfram með flugfélaginu Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 15:09 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58
Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00
Aðstandendur látnu farþeganna fá 5000 dali Fjölskyldur farþeganna sem létust í flugi MH17 síðastliðinn fimmtudag fá fimm þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega hálfa milljón íslenskra króna, frá flugfélaginu Malaysian airlines. 21. júlí 2014 13:54
Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines Kona frá Ástralíu hefur missti bróður sinn í hvarfi MH 370 í suður Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niður yfir Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 11:15
Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35
Heita því að fljúga áfram með Malaysia Airlines Um ein og hálf milljón manna hafa gengið í Facebook-hóp þar sem þeir heita því að fljúga áfram með flugfélaginu Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 15:09
Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42
Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12