Líkamsleifar geymdar í kældum lestarvögnum Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2014 19:30 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir Evrópusambandið reiðbúið til hertari refsiaðgerða gagnvart Rússum láti þeir ekki af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Fyrstu hollensku rannsóknarmennirnir komu að braki Malaysian flugvélarinnar í dag. Erlendir rannsakendur hafa átt erfitt með að komast að braki Malaysian flugvélarinnar vegna stríðsástandsins í Donetsk héraði og aðgerða uppreisnarmanna sem hindrað hafa aðgang þeirra. Svo grátbroslega vill til að rannsóknarnefnd flugslysa í Úkraínu er sameiginleg með Rússum og nokkrum öðrum fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna. En rannsakendur frá heimalandi flugvélarinnar, Malasíu, sem og framleiðenda þotunnar, Bandaríkjunum og hreyfla hennar sem eru breskir eiga einnig rétt á að vera hluti af rannsókninni. Í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður í austurhluta Úkraínu, án þess að opinberir rannsakendur hafi komist að brakinu. Það er mjög mikilvægt að rannsakendur kommist sem fyrst á vettvanginn því það er töluvert að hverfulum sönnunargögnum sem nauðsynlegt er að komast yfir sem fyrst,“ segir Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Til að mynda þurfi að meta magn eldsneytis sem gufi upp með tímanum og sökkvi í jarðveg.Þá séu margir þættir sem ekki sé hægt að útiloka nema á fyrstu klukkustundunum. David Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur rætt við aðra leiðtoga Evrópusambandsins og segir sambandið reiðubúið til frekari refsiaðgerða gegn Rússum. „Heimurinn fylgist með Rússlandi og horfir til Putins og allir vilja vita hvort hann sé að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá aðskilnaðarsinna til að opna vettvanginn þannig að viðeigandi rannsókn geti farið framþ En umheimurinn vill líka sjá alvöru breytingar á afstöðu Rússa til krísunnar í Úkraínu,“ segir Cameron. Úkraínumenn hafa boðið Hollendingum að taka yfir skipulagningu og stjórn á rannsókn málsins. Forseti Úkraínu heimsótti hollenska sendiráðið í Kænugarði í dag, en 189 af 298 manns um borð voru frá Hollandi. „Ég sendi forsetaflugvélina með alþjóðlega sérfræðinga á svæðið þar sem hörmungarnar gerðust og sem aðskilnaðarsinnar ráða yfir. Ég krossa fingnurna og vona að okkur takist á næstu 24 klukkustundum að tryggja aðgang fulltrúa allra þeirra ríkja sem urðu fyrir mesta mannfallinu í þessum harmleik komist á staðinn,“ segir Petro Poroshenko forseti Úkraínu. Eftirlitsmenn Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu ásamt nokkrum fulltrúum rannsóknarnefndar frá Hollandi skoðuðu kælda lestarvagna í dag, þar sem uppreisnarmenn hafa komið líkamsleifum farþeganna fyrir og sögðu geymsluaðstæður viðunandi. Forseti Úkraínu hefur lýst yfir vopnahléi í 40 kílómetra radíus í kring um brakið og uppreisnarmenn virðast nú samvinnufúsari. „Í dag komust þrír hollenskir sérfræðingar loksins til okkar. Þar er um að ræða sérfræðinga í flugmálum. Þeir hafa nú þegar ásamt fulltrúm ÖSE tekið til starfa á vettvangi. Við bíðum hins vegar enn komu tólf sérfræðinga frá Malaysian flugfélaginu,“ sagði Aleksander Borodaiincue,“ forsætisráðherra í Donetsk sem hefur einhliða lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu. Það getur spillt rannsókn á málinu að bæði líkamsleifar, brak og farangur hafa verið færð úr stað. „Það getur vissulega haft áhrif á það já. Það getur spillt fyrir ef menn komast ekki í sönnunargögn eins og þau voru þegar „flugslysið“ átti sér stað,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. MH17 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir Evrópusambandið reiðbúið til hertari refsiaðgerða gagnvart Rússum láti þeir ekki af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Fyrstu hollensku rannsóknarmennirnir komu að braki Malaysian flugvélarinnar í dag. Erlendir rannsakendur hafa átt erfitt með að komast að braki Malaysian flugvélarinnar vegna stríðsástandsins í Donetsk héraði og aðgerða uppreisnarmanna sem hindrað hafa aðgang þeirra. Svo grátbroslega vill til að rannsóknarnefnd flugslysa í Úkraínu er sameiginleg með Rússum og nokkrum öðrum fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna. En rannsakendur frá heimalandi flugvélarinnar, Malasíu, sem og framleiðenda þotunnar, Bandaríkjunum og hreyfla hennar sem eru breskir eiga einnig rétt á að vera hluti af rannsókninni. Í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður í austurhluta Úkraínu, án þess að opinberir rannsakendur hafi komist að brakinu. Það er mjög mikilvægt að rannsakendur kommist sem fyrst á vettvanginn því það er töluvert að hverfulum sönnunargögnum sem nauðsynlegt er að komast yfir sem fyrst,“ segir Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Til að mynda þurfi að meta magn eldsneytis sem gufi upp með tímanum og sökkvi í jarðveg.Þá séu margir þættir sem ekki sé hægt að útiloka nema á fyrstu klukkustundunum. David Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur rætt við aðra leiðtoga Evrópusambandsins og segir sambandið reiðubúið til frekari refsiaðgerða gegn Rússum. „Heimurinn fylgist með Rússlandi og horfir til Putins og allir vilja vita hvort hann sé að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá aðskilnaðarsinna til að opna vettvanginn þannig að viðeigandi rannsókn geti farið framþ En umheimurinn vill líka sjá alvöru breytingar á afstöðu Rússa til krísunnar í Úkraínu,“ segir Cameron. Úkraínumenn hafa boðið Hollendingum að taka yfir skipulagningu og stjórn á rannsókn málsins. Forseti Úkraínu heimsótti hollenska sendiráðið í Kænugarði í dag, en 189 af 298 manns um borð voru frá Hollandi. „Ég sendi forsetaflugvélina með alþjóðlega sérfræðinga á svæðið þar sem hörmungarnar gerðust og sem aðskilnaðarsinnar ráða yfir. Ég krossa fingnurna og vona að okkur takist á næstu 24 klukkustundum að tryggja aðgang fulltrúa allra þeirra ríkja sem urðu fyrir mesta mannfallinu í þessum harmleik komist á staðinn,“ segir Petro Poroshenko forseti Úkraínu. Eftirlitsmenn Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu ásamt nokkrum fulltrúum rannsóknarnefndar frá Hollandi skoðuðu kælda lestarvagna í dag, þar sem uppreisnarmenn hafa komið líkamsleifum farþeganna fyrir og sögðu geymsluaðstæður viðunandi. Forseti Úkraínu hefur lýst yfir vopnahléi í 40 kílómetra radíus í kring um brakið og uppreisnarmenn virðast nú samvinnufúsari. „Í dag komust þrír hollenskir sérfræðingar loksins til okkar. Þar er um að ræða sérfræðinga í flugmálum. Þeir hafa nú þegar ásamt fulltrúm ÖSE tekið til starfa á vettvangi. Við bíðum hins vegar enn komu tólf sérfræðinga frá Malaysian flugfélaginu,“ sagði Aleksander Borodaiincue,“ forsætisráðherra í Donetsk sem hefur einhliða lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu. Það getur spillt rannsókn á málinu að bæði líkamsleifar, brak og farangur hafa verið færð úr stað. „Það getur vissulega haft áhrif á það já. Það getur spillt fyrir ef menn komast ekki í sönnunargögn eins og þau voru þegar „flugslysið“ átti sér stað,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
MH17 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira