Næsti Bugatti Veyron 1.500 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2014 12:30 Svona gæti nýjasta gerð Bugatti Veyron litið út. Hér var nýlega greint frá nýrri gerð Hennessey Venom sem á að vera vopnaður 1.400 hestafla vél og komast á 465 km hraða. Bugatti ætlar ekki að láta Hennessey um sviðið í hestaflakapphlaupinu og titilinn hraðasti fjöldaframleiddi bíllinn, því heimildir herma að Bugatti sé nú að prófa nýjustu gerð Veyron bílsins á Nürburgring brautinni. Hann verður víst verður með 1.500 hestafla vél og sem fyrr með 16 strokka og 8 lítra rúmtak, en nú fjórar túrbínur og rafmótora að auki. Sá bíll á að ná 460 km hraða en Hennessey Venom F5 á reyndar að ná 465 km hraða. Því er ekki víst að Bugatti láti uppi staðfestan hámarkshraða bílsins, þ.e. ekki fyrr en þeir vita hve hratt Hennessey bíllinn kemst. Ekki vilja menn jú tapa leiknum fyrirfram. Bugatti bíllinn fer sprettinn í hundrað á 2,3 sekúndum. Nýr Bugatti Veyron verður ekki kynntur fyrr en árið 2016 og sala hans hefst ekki fyrr en 2017. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent
Hér var nýlega greint frá nýrri gerð Hennessey Venom sem á að vera vopnaður 1.400 hestafla vél og komast á 465 km hraða. Bugatti ætlar ekki að láta Hennessey um sviðið í hestaflakapphlaupinu og titilinn hraðasti fjöldaframleiddi bíllinn, því heimildir herma að Bugatti sé nú að prófa nýjustu gerð Veyron bílsins á Nürburgring brautinni. Hann verður víst verður með 1.500 hestafla vél og sem fyrr með 16 strokka og 8 lítra rúmtak, en nú fjórar túrbínur og rafmótora að auki. Sá bíll á að ná 460 km hraða en Hennessey Venom F5 á reyndar að ná 465 km hraða. Því er ekki víst að Bugatti láti uppi staðfestan hámarkshraða bílsins, þ.e. ekki fyrr en þeir vita hve hratt Hennessey bíllinn kemst. Ekki vilja menn jú tapa leiknum fyrirfram. Bugatti bíllinn fer sprettinn í hundrað á 2,3 sekúndum. Nýr Bugatti Veyron verður ekki kynntur fyrr en árið 2016 og sala hans hefst ekki fyrr en 2017.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent