Porsche ræður 5.000 nýja starfsmenn Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2014 08:45 Porsche Macan á stóran þátt í mikilli velgnegni Porsche þessa dagana. Svo vel gengur hjá þýska bílaframleiðandanum Porsche að fyrirtækið hyggst ráða til sín 5.000 nýja starfsmenn á næstu 5 árum til að mæta aukinni framleiðslu þess. Þessi aukning nemur 24% fjölgun starfsmanna og er vafalaust fáir bílaframleiðendur sem hyggja á viðlíka hlutfallslega fjölgun á næstu árum. Þessir nýju starfsmenn eiga að fylla í störf hönnuða nýrra bíla, framleiðslu, sölu og þjónustu. Fjölgunin mun að mestu eiga sér stað utan heimalandsins Þýskalands. Þessi mikla fjölgun bliknar þó í samanburði við þá fjölgun sem átt hefur sér stað hjá Porsche frá 2010, eða á síðustu 4 árum, en á þeim tíma hefur starfsfólki fjölgað um 8.400, enda gengi Porsche verið gríðargott á þessum tíma. Nú starfa 21.000 manns hjá fyrirtækinu. Markmið Porsche er að selja 200.000 bíla árið 2015 og mun nýji jepplingurinn Macan eiga stóran þátt í þeirri miklu aukningu sem spáð er milli áranna 2014 og 2015. Tekin verður brátt ákvörðun um það hvort Porsche muni smíða ofursportbíl sem kostað gæti um 180.00 Evrur og keppa ætti við bíla frá Ferrari. Hagnaður af rekstri Porsche nam 18% af veltu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en fáir eða enginn annar bílaframleiðandi státar af öðrum eins hagnaði af veltu, enda skilaði sá hagnaður næst mestu til heildarhagnaðar Volkswagen bílafjölskyldunnar, á eftir Audi. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Svo vel gengur hjá þýska bílaframleiðandanum Porsche að fyrirtækið hyggst ráða til sín 5.000 nýja starfsmenn á næstu 5 árum til að mæta aukinni framleiðslu þess. Þessi aukning nemur 24% fjölgun starfsmanna og er vafalaust fáir bílaframleiðendur sem hyggja á viðlíka hlutfallslega fjölgun á næstu árum. Þessir nýju starfsmenn eiga að fylla í störf hönnuða nýrra bíla, framleiðslu, sölu og þjónustu. Fjölgunin mun að mestu eiga sér stað utan heimalandsins Þýskalands. Þessi mikla fjölgun bliknar þó í samanburði við þá fjölgun sem átt hefur sér stað hjá Porsche frá 2010, eða á síðustu 4 árum, en á þeim tíma hefur starfsfólki fjölgað um 8.400, enda gengi Porsche verið gríðargott á þessum tíma. Nú starfa 21.000 manns hjá fyrirtækinu. Markmið Porsche er að selja 200.000 bíla árið 2015 og mun nýji jepplingurinn Macan eiga stóran þátt í þeirri miklu aukningu sem spáð er milli áranna 2014 og 2015. Tekin verður brátt ákvörðun um það hvort Porsche muni smíða ofursportbíl sem kostað gæti um 180.00 Evrur og keppa ætti við bíla frá Ferrari. Hagnaður af rekstri Porsche nam 18% af veltu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en fáir eða enginn annar bílaframleiðandi státar af öðrum eins hagnaði af veltu, enda skilaði sá hagnaður næst mestu til heildarhagnaðar Volkswagen bílafjölskyldunnar, á eftir Audi.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent