Nýr Porsche 718 kemur 2016 Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 09:30 Porsche 718, snaggaralegur bíll sem kosta mun 40.000 Evrur. Það teljast ávallt fréttir þegar sportbílaframleiðandinn Porsche kynnir nýja bílgerð. Porsche ætlar að setja á markað glænýjan bíl, Porsche 718 sem er smár sportbíll með vélina fyrir miðju og aðeins 2 sæta. Gárungarnir segja að ástæðan fyrir því að Porsche ætlar að setja þennan bíl á markað sé sú að Alfa Romeo sé í startholunum með samskonar bíl og Porsche ætlar ekki að leyfi ítalska framleiðandanum að eiga sviðið í þessum litla flokki smárra sportbíla. Porsche 718 verður í raun systurbíll Boxster og Cayman bílanna, en aðeins styttri samt. Hann verður byggður á Boxster bílnum en dramatískari í útliti og karakter. Í bílinn fer fyrsta 4 strokka vél Porsche í langan tíma, eða allt frá því 912 bíllinn var framleiddur. Minni gerð fjögurra strokka vélarinnar verður 2,0 lítra og 285 hestöfl en sú stærri 2,5 lítra og 360 hestöfl. Val verður á milli 6 gíra beinskiptingar eða 7 gíra sjálfskiptingar og verður hún tengd tveimur kúplingum. Vafalaust verður þessi bíll stórkostlegur í akstri líkt og systurbílarnir, en mun líklega eyða minni eldsneyti með fjögurra strokka vélarnar. Búist er við því að 718 bíllinn verði boðinn á um 40.000 Evrur í Evrópu og þar af leiðandi talsvert ódýrari bíll en bæði Boxster og Cayman. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Það teljast ávallt fréttir þegar sportbílaframleiðandinn Porsche kynnir nýja bílgerð. Porsche ætlar að setja á markað glænýjan bíl, Porsche 718 sem er smár sportbíll með vélina fyrir miðju og aðeins 2 sæta. Gárungarnir segja að ástæðan fyrir því að Porsche ætlar að setja þennan bíl á markað sé sú að Alfa Romeo sé í startholunum með samskonar bíl og Porsche ætlar ekki að leyfi ítalska framleiðandanum að eiga sviðið í þessum litla flokki smárra sportbíla. Porsche 718 verður í raun systurbíll Boxster og Cayman bílanna, en aðeins styttri samt. Hann verður byggður á Boxster bílnum en dramatískari í útliti og karakter. Í bílinn fer fyrsta 4 strokka vél Porsche í langan tíma, eða allt frá því 912 bíllinn var framleiddur. Minni gerð fjögurra strokka vélarinnar verður 2,0 lítra og 285 hestöfl en sú stærri 2,5 lítra og 360 hestöfl. Val verður á milli 6 gíra beinskiptingar eða 7 gíra sjálfskiptingar og verður hún tengd tveimur kúplingum. Vafalaust verður þessi bíll stórkostlegur í akstri líkt og systurbílarnir, en mun líklega eyða minni eldsneyti með fjögurra strokka vélarnar. Búist er við því að 718 bíllinn verði boðinn á um 40.000 Evrur í Evrópu og þar af leiðandi talsvert ódýrari bíll en bæði Boxster og Cayman.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent