Nýir BMW X3 og Audi Q5 fá rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 13:30 BMW X3 fær rafmótora, en eftir því þarf að bíða í 4 ár. Einn heitasti markaður fyrir bíla í dag er jepplingamarkaðurinn og hafa lúxusbílaframleiðendurnir BMW og Audi náð þar miklum árangri. Það þýðir ekki að þeir geti lyngt afur augunum og notið velgengninnar til eilífðarnóns, heldur þurfa þeir að fylgja henni eftir með nýjungum og bættri tækni. Það ætla þeir greinilega að gera og huga báðir að því að bjóða bíla sína með tvinntækni og bæta því rafmótorum við hina vinsælu BMW X3 og Audi Q5. BMW léttir X3 um 90 kíló og notar 3-línu undirvagnBMW ætlar að bjóða 2017 árgerð X3 með tvinntækni auk þess sem stefnt er að því að létta bílinn um 90 kíló með því að nota 3-línu undirvagn undir bílinn. Hann verður áfram í boði með 2,0 lítra og fjögurra strokka dísilvélum sem fá aukið afl og 3,0 lítra og 6 strokka dísilvél, auk bensínvéla. Aflaukning þeirra mun nema um 15 hestöflum en eyðslan á engu að síður að fara niður um 10%. BMW ætlar að bjóða X3 einnig í kraftaútfærslu, BMW X3 M40i með 360 hestöfl og 422 hestafla BMW X3 M. Tvinnútgáfa bílsins sem hægt verður að hlaða með heimilisrafmagni verður með 240 hestafla bensínvél auk 95 hestafla rafmótors, svo þar fer enginn aumingi. Honum á að vera hægt að aka fyrstu 40 kílómetrana með rafmagni eingöngu.Audi Q5 kemur fyrr og er öflugriAudi ætlar að koma með sinn bíl, Q5 ári fyrr en BMW X3, eða árið 2016. Hann mun fá MLB-evo undirvagn og léttast fyrir vikið og ökuhæfnin batna. Í tvinnútgáfu hans verður 252 hestafla bensínvél auk 109 hestafla rafmótors svo þar fer 361 hestafla bíll sem slær við aflinu í tvinnbílsútgáfu BMW X3. Báðir tvinnbílar BMW og Audi munu kosta um 450.000 kr. meira en samskonar bílar án rafmótora. Audi ætlar að bjóða nýjan Q5 með 2,0 lítra og 245 hestafla bensínvél og 2,0 lítra og 190 hestafla dísilvél, auk 3,0 lítra og 272 hestafla dísilvél. Öflugasta gerð hans verður þó 345 hestafla bíll með 3,0 lítra dísilvél með þremur forþjöppum. Sá bíll ætti að geta keppt við Porsche Macan í hestaflakapphlaupinu. Ytra útlit Q5 mun breytast með þessari nýju útgáfu og hann mun fást með 20 og 21 tommu felgum sem gefur honum kraftalegt útlit. Kaupendur geta valið hann í mattlakkaðri útgáfu og troðfullan af búnaði. Audi ætlar að færa framleiðslu nýs Q5 frá höfuðstöðvunum í Ingolstadt til San José í Mexíkó og ætlar að framleiða þar í upphafi um 150.000 bíla og skapa með því 20.000 ný störf í Mexíkó. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent
Einn heitasti markaður fyrir bíla í dag er jepplingamarkaðurinn og hafa lúxusbílaframleiðendurnir BMW og Audi náð þar miklum árangri. Það þýðir ekki að þeir geti lyngt afur augunum og notið velgengninnar til eilífðarnóns, heldur þurfa þeir að fylgja henni eftir með nýjungum og bættri tækni. Það ætla þeir greinilega að gera og huga báðir að því að bjóða bíla sína með tvinntækni og bæta því rafmótorum við hina vinsælu BMW X3 og Audi Q5. BMW léttir X3 um 90 kíló og notar 3-línu undirvagnBMW ætlar að bjóða 2017 árgerð X3 með tvinntækni auk þess sem stefnt er að því að létta bílinn um 90 kíló með því að nota 3-línu undirvagn undir bílinn. Hann verður áfram í boði með 2,0 lítra og fjögurra strokka dísilvélum sem fá aukið afl og 3,0 lítra og 6 strokka dísilvél, auk bensínvéla. Aflaukning þeirra mun nema um 15 hestöflum en eyðslan á engu að síður að fara niður um 10%. BMW ætlar að bjóða X3 einnig í kraftaútfærslu, BMW X3 M40i með 360 hestöfl og 422 hestafla BMW X3 M. Tvinnútgáfa bílsins sem hægt verður að hlaða með heimilisrafmagni verður með 240 hestafla bensínvél auk 95 hestafla rafmótors, svo þar fer enginn aumingi. Honum á að vera hægt að aka fyrstu 40 kílómetrana með rafmagni eingöngu.Audi Q5 kemur fyrr og er öflugriAudi ætlar að koma með sinn bíl, Q5 ári fyrr en BMW X3, eða árið 2016. Hann mun fá MLB-evo undirvagn og léttast fyrir vikið og ökuhæfnin batna. Í tvinnútgáfu hans verður 252 hestafla bensínvél auk 109 hestafla rafmótors svo þar fer 361 hestafla bíll sem slær við aflinu í tvinnbílsútgáfu BMW X3. Báðir tvinnbílar BMW og Audi munu kosta um 450.000 kr. meira en samskonar bílar án rafmótora. Audi ætlar að bjóða nýjan Q5 með 2,0 lítra og 245 hestafla bensínvél og 2,0 lítra og 190 hestafla dísilvél, auk 3,0 lítra og 272 hestafla dísilvél. Öflugasta gerð hans verður þó 345 hestafla bíll með 3,0 lítra dísilvél með þremur forþjöppum. Sá bíll ætti að geta keppt við Porsche Macan í hestaflakapphlaupinu. Ytra útlit Q5 mun breytast með þessari nýju útgáfu og hann mun fást með 20 og 21 tommu felgum sem gefur honum kraftalegt útlit. Kaupendur geta valið hann í mattlakkaðri útgáfu og troðfullan af búnaði. Audi ætlar að færa framleiðslu nýs Q5 frá höfuðstöðvunum í Ingolstadt til San José í Mexíkó og ætlar að framleiða þar í upphafi um 150.000 bíla og skapa með því 20.000 ný störf í Mexíkó.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent