Rétt sleppur við tundurskeyti Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2014 12:38 Þær eru margar birtingamyndirnar á átökunum í Úkraínu þessa dagana. Honum hefur væntanlega brugðið nokkuð þessum ökumanni er tundurskeyti springur rétt fyrir framan bíl hans á ferð sinni á úkraínskum þjóðvegi. Hann getur þó verið feginn að vera ekki sekúndu fyrr í för. Eitthvað hefur miðið klikkað hjá þeim sem skutu skeytinu, nema meiningin hafi verið að loka veginum með heljarinnar gíg. Þó að Lada bíll ökumannsins hafi steypst ofaní gíginn sem myndaðist fór ekki verr en svo að hann rotaðist en slasaðist ekkert. Í myndskeiðinu sést hvernig vegurinn tætist upp fyrir framan bílinn og sekúndu síðar lendir hann í gígnum en fær áður yfir sig heilmikið malbik og jarðveg. Heimildir herma að tundurskeytið hafi komið frá átökum stríðandi fylkinga kringum borgina Donetsk. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent
Þær eru margar birtingamyndirnar á átökunum í Úkraínu þessa dagana. Honum hefur væntanlega brugðið nokkuð þessum ökumanni er tundurskeyti springur rétt fyrir framan bíl hans á ferð sinni á úkraínskum þjóðvegi. Hann getur þó verið feginn að vera ekki sekúndu fyrr í för. Eitthvað hefur miðið klikkað hjá þeim sem skutu skeytinu, nema meiningin hafi verið að loka veginum með heljarinnar gíg. Þó að Lada bíll ökumannsins hafi steypst ofaní gíginn sem myndaðist fór ekki verr en svo að hann rotaðist en slasaðist ekkert. Í myndskeiðinu sést hvernig vegurinn tætist upp fyrir framan bílinn og sekúndu síðar lendir hann í gígnum en fær áður yfir sig heilmikið malbik og jarðveg. Heimildir herma að tundurskeytið hafi komið frá átökum stríðandi fylkinga kringum borgina Donetsk.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent