Erlent

Óttast að filippseyskir farandverkamenn hafi smitast af e-bólu

Heimir Már Pétursson skrifar
Lyndon Lee Suy, talsmaður filippseyska heilbrigðismálaráðuneytisins, hefur áhyggur af því að þarlendir farandverkamenn hafi smitast af e-bólu.
Lyndon Lee Suy, talsmaður filippseyska heilbrigðismálaráðuneytisins, hefur áhyggur af því að þarlendir farandverkamenn hafi smitast af e-bólu. nordicphotos/afp
Heilbrigðisyfirvöld á Filippseyjum óttast að sjö farandverkamenn sem unnið höfðu í Síerra Leone séu smitaðir af e-bólu veirunni. Mennirnir sýni öll einkenni þeirra sem smitast hafa. Í dag er 1.300 greind tilfelli í heiminum og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir litla hættu á að veiran dreifist út fyrir vestur Afríku.

Ríki utan Afríku hafa þó mörg gripið til varúðarráðstafana. Þannig dró háskóli í Suður Kóreu til baka boð til þriggja stúdenta frá Nígeríu um að sækja alþjóðaráðstefnu í Suður Kóreu að ótta við e-bóla smit. En Nígería er eitt þeirra landa sem veiran hefur stungið sér niður. En 28 stúdentum frá Afríku var boðið að sækja ráðstefnuna. E-bólu faraldurinn er nú sá versti frá því veiran kom fyrst fram fyrir 40 árum. Nú hafa um 700 manns dáið vegna veirunnar en um 90 prósent þeirra sem smitast lifa það ekki af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×