Enski boltinn

Özil hitti bandaríska landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Özil ásamt Mike Krzyzewski, þjálfara bandaríska landsliðsins.
Özil ásamt Mike Krzyzewski, þjálfara bandaríska landsliðsins. Vísir/AFP
Mesut Özil, leikmaður Arsenal og nýkrýndur heimsmeistari með þýska landsliðinu, skellti sér til Las Vegas á dögunum og heimsótti æfingabúðir bandaríska körfuboltalandsliðsins sem undirbýr sig nú fyrir HM á Spáni sem hefst 30. ágúst.

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, gaf Özil og félögum hans í þýska landsliðinu, Per Mertesacker og Lukas Podolski, lengra frí eftir HM og Özil nýtti tímann til að taka hús á bandarísku stórstjörnunum.

Myndum var smellt af við tækifærið, en nokkrar þeirra má sjá hér að neðan.

Özil og Kevin Durant, verðmætasti leikmaður NBA 2014.Vísir/AFP
Özil og „Dýrmennið“ Kenneth Faried.Vísir/AFP
Özil og Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers.Vísir/AFP
Özil ræðir við Klay Thompson, leikmann Golden State Warriors.Vísir/AFP
Özil heilsar Derrick Rose.Vísir/AFP
Özil ásamt Antonio Davis, leikmanni New Orleans Pelicans. Smá stærðarmunur.Vísir/AFP
Özil reynir skot á körfuna.Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Heimsmeistararnir fá hvíld

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, hefur ýjað að því að hann muni hvíla hina nýkrýndu þýsku heimsmeistara, Mesut Özil, Lukas Podolski og Per Mertesacker, í upphafi komandi tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×