Hjartnæm smáskilaboð bræddu bílþjófinn Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2014 09:56 Bíl konunnar var stolið fyrir utan K-Mart verslun í Missouri. Einstæð móðir fimm barna stóð frekar ráðalaus fyrir utan K-Mart verslun í Bandaríkjunum um daginn er hún sá að bílnum hennar hafði verið stolið. Hún taldi að bílinn myndi hún aldrei sjá aftur, en þá datt henni snjallræði í hug. Hún mundi eftir því að hún hefði gleymt farsíma sínum í bílnum og brá því á það ráð að senda afar hjartnæm smáskilaboð í hann úr öðrum síma í þeirri von að þjófurinn myndi lesa það. Í skeyti hennar til þjófsins sagði hún meðal annars að nú hefði einstæð móðir með fimm börn tapað bíl sínum og hún kæmist ekki einu sinni í vinnu sína. Skömmu síðar svaraði þjófurinn á þessa leið. „Mér líður afar illa yfir þessu, en börnin mín þurfa einnig að borða. Síðan ég missti vinnu mína hefur verið hart í ári hjá mér“. Einnig fylgdu í skeyti hans leiðbeiningar um hvernig móðirin gæti nálgast bíl sinn. Móðirin endurheimti bílinn og þurfti ekki að blanda lögreglunni í málið. Það sem kom henni þó mest á óvart var tómur sjálfskiptiolíubrúsi í farþegasætinu, en þjófurinn hafði fyllt á olíuna. Ekki eru allir þjófar eins hrifnæmir og þessi og sjá að sér eftir misgjörðir sínar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent
Einstæð móðir fimm barna stóð frekar ráðalaus fyrir utan K-Mart verslun í Bandaríkjunum um daginn er hún sá að bílnum hennar hafði verið stolið. Hún taldi að bílinn myndi hún aldrei sjá aftur, en þá datt henni snjallræði í hug. Hún mundi eftir því að hún hefði gleymt farsíma sínum í bílnum og brá því á það ráð að senda afar hjartnæm smáskilaboð í hann úr öðrum síma í þeirri von að þjófurinn myndi lesa það. Í skeyti hennar til þjófsins sagði hún meðal annars að nú hefði einstæð móðir með fimm börn tapað bíl sínum og hún kæmist ekki einu sinni í vinnu sína. Skömmu síðar svaraði þjófurinn á þessa leið. „Mér líður afar illa yfir þessu, en börnin mín þurfa einnig að borða. Síðan ég missti vinnu mína hefur verið hart í ári hjá mér“. Einnig fylgdu í skeyti hans leiðbeiningar um hvernig móðirin gæti nálgast bíl sinn. Móðirin endurheimti bílinn og þurfti ekki að blanda lögreglunni í málið. Það sem kom henni þó mest á óvart var tómur sjálfskiptiolíubrúsi í farþegasætinu, en þjófurinn hafði fyllt á olíuna. Ekki eru allir þjófar eins hrifnæmir og þessi og sjá að sér eftir misgjörðir sínar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent