Nýr Volvo XC90 frumsýndur 27. ágúst í Stokkhólmi Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2014 14:01 Framljósin í nýjum Volvo XC90 minna á Þórshamar og hafa fengið það viðurnefni. Volvo XC90 verður frumsýndur við hátíðlega dagskrá í Stokkhólmi þann 27. ágúst. Um er að ræða fyrsta bílinn sem notast við nýja undirvagnstækni Volvo sem kallar Scalable Product Architecture (SPA).Volvo XC90 fyrstur með nýju SPA undirvagnstæknina SPA undivagnstæknin hefur verið í þróun hjá Volvo síðastliðin fjögur ár. Nýi Volvo XC90 er fyrsti bíllinn sem hannaður er með þessari tækni en í framtíðinni verða allar gerðir Volvo hannaðar með SPA undirvagnstækni.Aukinn sveigjanleiki í nýja XC90 Ávinningur SPA undirvagnstækninnar er margþættur. SPA tæknin gerir hönnuðum og verkfræðingum Volvo kleift að kynna fjölbreytt úrval af nýjum hönnunareiginleikum samhliða því að auka akstursupplifun, kynna leiðandi öryggisbúnað og stækka innanrýmið. „SPA og nýi XC90 eru skýr merki um Volvo by Volvo stefnuna. Framúrskarandi samsetning XC90 af lúxus, góðu rými, fjölhæfni, hagkvæmni og öryggi mun færa þennan flokk jeppa á hærra plan, rétt eins og upprunalegi XC90 gerði árið 2002“ segir Peter Mertens, aðstoðarforstjóri rannsókna- og þróunardeildar Volvo.SPA eykur hagkvæmni Volvo Einnig mun SPA undirvagnstæknin breyta því hvernig Volvo framleiðir bíla í framtíðinni. Með SPA tækninni verður hægt að framleiða breitt úrval ólíkra bíla, véla, rafkerfa og tæknikerfa á sama grunninum sem skilar sér í aukinni hagkvæmni. „SPA veitir okkur ferska byrjun. Um 90% af íhlutum nýja Volvo XC90 og komandi módelum eru nýir frá grunni. Við erum að setja ný viðmið þegar kemur að gæði og tækni“ segir Mertens.Framúrskarandi akstursupplifun og sveigjanleiki SPA tæknin dregur úr þyngd og bætir þyngdardreifingu. Hún eykur einnig akstursánægju án þess að skerða þægindi farþega. SPA býður einnig upp á meiri sveigjanleika þegar kemur að innanrýminu. Sætin í nýja XC90 eru hönnuð á þann máta að aukið rými er fyrir farþega í annarri og þriðju sætaröð. Nóg pláss er því fyrir alla í nýja sjö sæta Volvo XC90. Hægt er að færa til öll sætin í annarri sætaröð. Þannig er hægt að auka fótarýmið í þriðju sætröðinni eða búa til meira pláss fyrir farangur. Rýmið og sætin í þriðju röð er þau bestu sem völ er á fyrir farþega sem eru allt að 170 cm að hæð. "SPA hefur gert okkur kleift að búa til fyrsta jeppann sem er án málamiðlana," segir Mertens. "Þú færð lipurð í minni og lægri bíl, lúxus innanrými, auk framúrskarandi samsetningu af krafti og litlum útblæstri. Þar sem um Volvo er að ræða, þýðir það að sjálfsögðu besta fáanlega öryggið."Nýtt andlit Volvo: Þórshamar Nú í vikunni sýndi Volvo fyrstu myndirnar af ytra útliti nýja Volvo XC90. Framendinn er mjög einkennandi með T-laga framljósum sem hafa verið skírð Þórshamar af hönnunarteymi Volvo sem er vísun í lögun ljósanna. „Þegar litið er í bakssýnispegilinn og Þórshamar blasir við verður öllum strax ljóst að þarna er á ferðinni nýi Volvo XC90,“ segir Thomas Ingenlath, aðstoðarforstjóri hönnunardeildar Volvo. „Nýi Volvo XC90 hefur sterka nærveru á veginum.“Undirvagn og sætafyrirkomulag í nýja jeppnum. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent
Volvo XC90 verður frumsýndur við hátíðlega dagskrá í Stokkhólmi þann 27. ágúst. Um er að ræða fyrsta bílinn sem notast við nýja undirvagnstækni Volvo sem kallar Scalable Product Architecture (SPA).Volvo XC90 fyrstur með nýju SPA undirvagnstæknina SPA undivagnstæknin hefur verið í þróun hjá Volvo síðastliðin fjögur ár. Nýi Volvo XC90 er fyrsti bíllinn sem hannaður er með þessari tækni en í framtíðinni verða allar gerðir Volvo hannaðar með SPA undirvagnstækni.Aukinn sveigjanleiki í nýja XC90 Ávinningur SPA undirvagnstækninnar er margþættur. SPA tæknin gerir hönnuðum og verkfræðingum Volvo kleift að kynna fjölbreytt úrval af nýjum hönnunareiginleikum samhliða því að auka akstursupplifun, kynna leiðandi öryggisbúnað og stækka innanrýmið. „SPA og nýi XC90 eru skýr merki um Volvo by Volvo stefnuna. Framúrskarandi samsetning XC90 af lúxus, góðu rými, fjölhæfni, hagkvæmni og öryggi mun færa þennan flokk jeppa á hærra plan, rétt eins og upprunalegi XC90 gerði árið 2002“ segir Peter Mertens, aðstoðarforstjóri rannsókna- og þróunardeildar Volvo.SPA eykur hagkvæmni Volvo Einnig mun SPA undirvagnstæknin breyta því hvernig Volvo framleiðir bíla í framtíðinni. Með SPA tækninni verður hægt að framleiða breitt úrval ólíkra bíla, véla, rafkerfa og tæknikerfa á sama grunninum sem skilar sér í aukinni hagkvæmni. „SPA veitir okkur ferska byrjun. Um 90% af íhlutum nýja Volvo XC90 og komandi módelum eru nýir frá grunni. Við erum að setja ný viðmið þegar kemur að gæði og tækni“ segir Mertens.Framúrskarandi akstursupplifun og sveigjanleiki SPA tæknin dregur úr þyngd og bætir þyngdardreifingu. Hún eykur einnig akstursánægju án þess að skerða þægindi farþega. SPA býður einnig upp á meiri sveigjanleika þegar kemur að innanrýminu. Sætin í nýja XC90 eru hönnuð á þann máta að aukið rými er fyrir farþega í annarri og þriðju sætaröð. Nóg pláss er því fyrir alla í nýja sjö sæta Volvo XC90. Hægt er að færa til öll sætin í annarri sætaröð. Þannig er hægt að auka fótarýmið í þriðju sætröðinni eða búa til meira pláss fyrir farangur. Rýmið og sætin í þriðju röð er þau bestu sem völ er á fyrir farþega sem eru allt að 170 cm að hæð. "SPA hefur gert okkur kleift að búa til fyrsta jeppann sem er án málamiðlana," segir Mertens. "Þú færð lipurð í minni og lægri bíl, lúxus innanrými, auk framúrskarandi samsetningu af krafti og litlum útblæstri. Þar sem um Volvo er að ræða, þýðir það að sjálfsögðu besta fáanlega öryggið."Nýtt andlit Volvo: Þórshamar Nú í vikunni sýndi Volvo fyrstu myndirnar af ytra útliti nýja Volvo XC90. Framendinn er mjög einkennandi með T-laga framljósum sem hafa verið skírð Þórshamar af hönnunarteymi Volvo sem er vísun í lögun ljósanna. „Þegar litið er í bakssýnispegilinn og Þórshamar blasir við verður öllum strax ljóst að þarna er á ferðinni nýi Volvo XC90,“ segir Thomas Ingenlath, aðstoðarforstjóri hönnunardeildar Volvo. „Nýi Volvo XC90 hefur sterka nærveru á veginum.“Undirvagn og sætafyrirkomulag í nýja jeppnum.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent