Gengur fyrir beikoni Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2014 09:34 Á eldsneytistankinum stendur, "Bacon fuel only". Það er vel þekkt staðreynd að beikon gerir allt betra, en erfitt getur reynst að sjá hvernig beikon getur bætt samgöngur. En auðvitað er það svo, því þetta mótorhjól gengur fyrir beikonfitu og engu öðru. Það er beikonframleiðandinn Hormel í Bandaríkjunum sem breytti þessu mótorhjóli á þann veg að nú brennir það bara beikonfitu, sem annars hefði verið hent. Það er því umhverfisvænt, auk þess hversu vel hjólið náttúrulega lyktar. Hjólið er nú á leið frá Austin í Texas til San Diego í Kaliforníu þar sem International Bacon Film Festival fer fram á næstu dögum. Mótorhjólið er hollenskt af gerðinni EVA Track T800CDI og gekk fyrir dísilolíu áður. Einfalt reyndist að breyta því til brennslu á beikonfitu.Svona lítur hjólið út. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Það er vel þekkt staðreynd að beikon gerir allt betra, en erfitt getur reynst að sjá hvernig beikon getur bætt samgöngur. En auðvitað er það svo, því þetta mótorhjól gengur fyrir beikonfitu og engu öðru. Það er beikonframleiðandinn Hormel í Bandaríkjunum sem breytti þessu mótorhjóli á þann veg að nú brennir það bara beikonfitu, sem annars hefði verið hent. Það er því umhverfisvænt, auk þess hversu vel hjólið náttúrulega lyktar. Hjólið er nú á leið frá Austin í Texas til San Diego í Kaliforníu þar sem International Bacon Film Festival fer fram á næstu dögum. Mótorhjólið er hollenskt af gerðinni EVA Track T800CDI og gekk fyrir dísilolíu áður. Einfalt reyndist að breyta því til brennslu á beikonfitu.Svona lítur hjólið út.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent