110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 14. ágúst 2014 11:23 Gunnar með laxinn sem hann fékk í morgun. Með honum á myndinni er Hermóður Hilmarsson leiðsögumaður Á sama tíma og veiðimenn eru áþreifanlega varir við skort á smálaxi er líklega eitt besta stórlaxa ár margra ánna að gerast einmitt í sumar. Laxá í Aðaldal hefur til að mynda sjaldan síðustu 10 ár átt jafn mikið af löxum sem eru yfir 15 pund. Veiðihlutfallið er líklega um 80% stórlax, og þá er ekki verið að tala um tveggja ára laxa heldur alvöru stórlaxa sem margir eru að koma í ánna í þriðja eða fjórða skipti. Einn slíkur stórlax líklega sá stærsti í sumar, veiddist í morgun í Laxá í Aðaldal og kom hann upp af Nessvæðinu. Laxinn veiddist í Hólmavaðsstíflu og mældist 110 sm langur og eins og sést á meðfylgjandi mynd er hann þykkur eftir því. Það var Gunnar Arngrímur Arngrímsson sem landaði laxinum og fékk aðstoð leiðsögumannsins Hermóðs Hilmarssonar við að ná honum á land. Laxinn er líklega einn stærsti laxinn í sumar en nokkrir slíkir hafa sést í Laxá í sumar en flestir hafa þeir haft betur í viðureignum við veiðimenn. En þeir laxar sem hafa sloppið eru allir miklu stærri en þessi…..hvað annað? Stangveiði Mest lesið Þegar takan dettur niður Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Svartá komin í 12 laxa Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði
Á sama tíma og veiðimenn eru áþreifanlega varir við skort á smálaxi er líklega eitt besta stórlaxa ár margra ánna að gerast einmitt í sumar. Laxá í Aðaldal hefur til að mynda sjaldan síðustu 10 ár átt jafn mikið af löxum sem eru yfir 15 pund. Veiðihlutfallið er líklega um 80% stórlax, og þá er ekki verið að tala um tveggja ára laxa heldur alvöru stórlaxa sem margir eru að koma í ánna í þriðja eða fjórða skipti. Einn slíkur stórlax líklega sá stærsti í sumar, veiddist í morgun í Laxá í Aðaldal og kom hann upp af Nessvæðinu. Laxinn veiddist í Hólmavaðsstíflu og mældist 110 sm langur og eins og sést á meðfylgjandi mynd er hann þykkur eftir því. Það var Gunnar Arngrímur Arngrímsson sem landaði laxinum og fékk aðstoð leiðsögumannsins Hermóðs Hilmarssonar við að ná honum á land. Laxinn er líklega einn stærsti laxinn í sumar en nokkrir slíkir hafa sést í Laxá í sumar en flestir hafa þeir haft betur í viðureignum við veiðimenn. En þeir laxar sem hafa sloppið eru allir miklu stærri en þessi…..hvað annað?
Stangveiði Mest lesið Þegar takan dettur niður Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Svartá komin í 12 laxa Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði