Toyota kynnir breyttan Yaris Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2014 08:44 Gerbreyttur framendi á Yaris. Á morgun, laugardaginn 30. ágúst kynnir Toyota nýjan og endurbættan Yaris hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ og í Kauptúni, Garðabæ. Nýr Yaris er mikið breyttur frá því sem nú er og það sem fyrst grípur augað er afgerandi hönnun á framenda bílsins sem gefur honum mjög ákveðinn og laglegan svip. Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar bæði á útliti bílsins og innréttingu og í Yaris er nú Toyota Touch 2 margmiðlunarkerfið með 7“ skjá og bakkmyndavél. Lipurð í akstri og sparneytni eru áfram aðalsmerki Yaris sem fánlegur er bæði með bensín- og dísilvél auk hybridútfærslu. Verð á nýjum Yaris er frá 2.690.000 krónum. Sýningin verður hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota á laugardag milli kl. 12:00 og 16:00. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent
Á morgun, laugardaginn 30. ágúst kynnir Toyota nýjan og endurbættan Yaris hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ og í Kauptúni, Garðabæ. Nýr Yaris er mikið breyttur frá því sem nú er og það sem fyrst grípur augað er afgerandi hönnun á framenda bílsins sem gefur honum mjög ákveðinn og laglegan svip. Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar bæði á útliti bílsins og innréttingu og í Yaris er nú Toyota Touch 2 margmiðlunarkerfið með 7“ skjá og bakkmyndavél. Lipurð í akstri og sparneytni eru áfram aðalsmerki Yaris sem fánlegur er bæði með bensín- og dísilvél auk hybridútfærslu. Verð á nýjum Yaris er frá 2.690.000 krónum. Sýningin verður hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota á laugardag milli kl. 12:00 og 16:00.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent