Mögnuð bílaprófunarbraut Volvo Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2014 13:51 Volvo hefur byggt einstaka prófunarbraut fyrir bíla sína í Svíþjóð. Í henni á að vera hægt að prófa allar þær aðstæður sem bílar geta lent í í umferðinni. Brautin er staðsett rétt fyrir utan Gautaborg. Yfirlýst markmið Volvo er að enginn látist í bíl frá fyrirtækinu frá og með árinu 2020 og er þessi braut liður í þeim áætlunum, sem mörgum finnst ansi brött. Brautin er ógnarstór, eða jafn stór og Mónakó. Hún inniheldur 5,6 kílómetra akstursbraut og alls eru malbikaðir 250.000 fermetrar og þar sem hraðakstur fer fram er brautin 240 metrar á breidd. Þetta eru allt hálfklikkaðar tölur, en til marks um það hversu mikil alvara er að baki hjá Volvo. Í brautinn má finna hringtorg, gatnamót, hús, hjólreiðastíga, strætóbiðstöðvar, umferðarljós og þröngar götur sem breiðar, allt til að líkja eftir daglegum akstri fólks í þéttbýli og dreifbýli. Hluti brautarinnar er upplýst og vegrið er einnig á hluta hennar. Volvo að takast á við elgsprófið.Gatnamót og hús á brautinni fjölbreyttu.Ótrúlegar víðáttur af malbiki Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Volvo hefur byggt einstaka prófunarbraut fyrir bíla sína í Svíþjóð. Í henni á að vera hægt að prófa allar þær aðstæður sem bílar geta lent í í umferðinni. Brautin er staðsett rétt fyrir utan Gautaborg. Yfirlýst markmið Volvo er að enginn látist í bíl frá fyrirtækinu frá og með árinu 2020 og er þessi braut liður í þeim áætlunum, sem mörgum finnst ansi brött. Brautin er ógnarstór, eða jafn stór og Mónakó. Hún inniheldur 5,6 kílómetra akstursbraut og alls eru malbikaðir 250.000 fermetrar og þar sem hraðakstur fer fram er brautin 240 metrar á breidd. Þetta eru allt hálfklikkaðar tölur, en til marks um það hversu mikil alvara er að baki hjá Volvo. Í brautinn má finna hringtorg, gatnamót, hús, hjólreiðastíga, strætóbiðstöðvar, umferðarljós og þröngar götur sem breiðar, allt til að líkja eftir daglegum akstri fólks í þéttbýli og dreifbýli. Hluti brautarinnar er upplýst og vegrið er einnig á hluta hennar. Volvo að takast á við elgsprófið.Gatnamót og hús á brautinni fjölbreyttu.Ótrúlegar víðáttur af malbiki
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent