Ævisaga goðsagnarinnar Miles Davis í bígerð Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. ágúst 2014 16:30 Don Cheadle er afar sannfærandi sem Miles Davis. Leikarinn og leikstjórinn Don Cheadle hóf tökur á myndinni Miles Ahead í júlí en það er ævisaga um djassgoðsögnina Miles Davis. Mun þetta vera fyrsta leikna myndin um meistara Miles. Cheadle kláraði þær tökur sem fara fram í Cincinatti-borg í vikunni samkvæmt frétt Cincinatti.com en ekki er ljóst hvenær myndin verður fulltilbúin. Kvikmyndin hefur verið í vinnslu frá árinu 2008 en Cheadle ákvað að framleiða myndina sjálfstætt. Myndin var hópfjármögnuð á síðunni Indiegogo og naut ekki stuðnings kvikmyndafyrirtækja Hollywood. Cheadle leikur sjálfur Miles og Ewan McGregor leikur tónlistarblaðamann Rolling Stone-tímaritsins. Gamli lærlingur og samstarfsmaður Miles, Herbie Hancock, sér um tónlistina. Myndin mun ekki fjalla um allt lífshlaup meistarans heldur er fókusinn á því fimm ára tímabili í lífi hans á sjöunda áratugnum sem kallað er „þögla tímabilið“. Þá gaf Miles ekki neina tónlist út og hélt sig til hlés en gaf síðan út meistaraverkið In a Silent Way árið 1968. Sú plata var byrjunin á „rafmagnaða“ tímabili Miles þar sem hann blandaði djassi saman við sýrurokk. Hlaut hann bæði lof og gagnrýni fyrir á sínum tíma þó að flestir séu nú sammála að rafmögnuðu plötur hans séu meistarastykki. Hér fyrir neðan má hlusta á þessa tímalausu plötu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikarinn og leikstjórinn Don Cheadle hóf tökur á myndinni Miles Ahead í júlí en það er ævisaga um djassgoðsögnina Miles Davis. Mun þetta vera fyrsta leikna myndin um meistara Miles. Cheadle kláraði þær tökur sem fara fram í Cincinatti-borg í vikunni samkvæmt frétt Cincinatti.com en ekki er ljóst hvenær myndin verður fulltilbúin. Kvikmyndin hefur verið í vinnslu frá árinu 2008 en Cheadle ákvað að framleiða myndina sjálfstætt. Myndin var hópfjármögnuð á síðunni Indiegogo og naut ekki stuðnings kvikmyndafyrirtækja Hollywood. Cheadle leikur sjálfur Miles og Ewan McGregor leikur tónlistarblaðamann Rolling Stone-tímaritsins. Gamli lærlingur og samstarfsmaður Miles, Herbie Hancock, sér um tónlistina. Myndin mun ekki fjalla um allt lífshlaup meistarans heldur er fókusinn á því fimm ára tímabili í lífi hans á sjöunda áratugnum sem kallað er „þögla tímabilið“. Þá gaf Miles ekki neina tónlist út og hélt sig til hlés en gaf síðan út meistaraverkið In a Silent Way árið 1968. Sú plata var byrjunin á „rafmagnaða“ tímabili Miles þar sem hann blandaði djassi saman við sýrurokk. Hlaut hann bæði lof og gagnrýni fyrir á sínum tíma þó að flestir séu nú sammála að rafmögnuðu plötur hans séu meistarastykki. Hér fyrir neðan má hlusta á þessa tímalausu plötu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira