Lénsstjórn í Stokkhólmi hefur tilkynnt að mögulegt ebólutilfelli hafi komið upp í sænsku höfuðborginni. Manninum er nú haldið í einangrun á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, en hann var fluttur þangað frá Solna fyrr í dag.
Sjúklingurinn sýndi ákveðin einkenni sjúkdómsins, en hann hafði nýlega heimsótt eitt af löndunum í Vestur-Afríku þar sem ebóla hefur breiðst út síðustu mánuði.
Í frétt DN er haft eftir smitsjúkdómalækni að líkurnar á ebólufaraldri í Svíþjóð séu mjög litlar.
