Ágæt veiði í Svarfaðadalsá Karl Lúðvíksson skrifar 30. ágúst 2014 21:17 Á fréttavef Stangaveiðifélags Akureyrar kemur fram að ágætlega hafi gengið í Svarfaðardalsá í sumar þrátt fyrir að sumarið hafi byrjað með miklum vatnavöxtum. Veiðimenn sem voru á svæði 3 í ánni um miðjan þennan mánuð og gerðu góða veiði. Allt voru þetta vænar bleikjur, flestar um 2 pund en uppí 4,5 pund. Alls hafa nú verið skráðar 174 bleikjur á svæði 3 í Svarfaðardalsá en reikna má með að einhver afli sé óskráður. Öll svæði árinnar eru opin til 10.september svo enn gefst þeim sem langar að kíkja í Svarfaðardalinn í sumar kostur á því. Óseldum stöngum á efstu svæðunum fer nú hratt fækkandi svo það er ekki eftir neinu að bíða. Veiðin í sjóbleikjuánum fyrir norðan hefur annars verið mun lakai en í fyrra og er þar ekki endilega lélegum göngum um að kenna en árnar voru mjög vatnsmiklar fram í byrjun ágúst sem gerði marga veiðistaðinu óveiðanlega. Þeir sem kunna að lesa í vatnið og sjá hvert fiskurinn færir sig við þessar aðstæður hafa margir gert mjög góða veiði, t.d. í Hörgá en hún hefur verið mjög vatnsmikil í mest allt sumar. Stangveiði Mest lesið Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Svona stækkar þú fiskinn á mynd Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Frábær byrjun í Hafralónsá Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði
Á fréttavef Stangaveiðifélags Akureyrar kemur fram að ágætlega hafi gengið í Svarfaðardalsá í sumar þrátt fyrir að sumarið hafi byrjað með miklum vatnavöxtum. Veiðimenn sem voru á svæði 3 í ánni um miðjan þennan mánuð og gerðu góða veiði. Allt voru þetta vænar bleikjur, flestar um 2 pund en uppí 4,5 pund. Alls hafa nú verið skráðar 174 bleikjur á svæði 3 í Svarfaðardalsá en reikna má með að einhver afli sé óskráður. Öll svæði árinnar eru opin til 10.september svo enn gefst þeim sem langar að kíkja í Svarfaðardalinn í sumar kostur á því. Óseldum stöngum á efstu svæðunum fer nú hratt fækkandi svo það er ekki eftir neinu að bíða. Veiðin í sjóbleikjuánum fyrir norðan hefur annars verið mun lakai en í fyrra og er þar ekki endilega lélegum göngum um að kenna en árnar voru mjög vatnsmiklar fram í byrjun ágúst sem gerði marga veiðistaðinu óveiðanlega. Þeir sem kunna að lesa í vatnið og sjá hvert fiskurinn færir sig við þessar aðstæður hafa margir gert mjög góða veiði, t.d. í Hörgá en hún hefur verið mjög vatnsmikil í mest allt sumar.
Stangveiði Mest lesið Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Svona stækkar þú fiskinn á mynd Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Frábær byrjun í Hafralónsá Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði