Of dýrir til að seljast Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2014 15:46 Subaru SVX. Subaru SVX var algjörlega frábær bíll á sínum tíma, troðinn nýjustu tækni og afar góður akstursbíll. Hann var hinsvegar alltof dýr bíll til þess að koma frá þessum japanska framleiðanda sem þekktari var fyrir ódýra en áreiðanlega bíla. Hann kostaði 26.000 dollara árið 1992, þegar hann kom fram og salan var afar dræm. Synd, en nú er þessi bíll söfnunargripur og vafalaust verðmætari en upphafsverðið. Aston Martin CygnetÞessi bíll, Aston Martin Cygnet, er bara einn stór misskilningur eða kerfisvilla. Hann var í boði hjá breska sportbílaframleiðandanum Aston Martin sem með framleiðslu hans var að hlýða tilskipunum frá yfirvöldum um meðaltalsmengun bílaflota síns. Í raun er þessi bíll Toyota iQ með aðeins flottari innréttingu, en á meira en helmingi hærra verði. Það kemur kannski ekki á óvart að Aston Martin seldi aðeins 150 svona bíla.Bugatti Type 41 Royale.Bugatti Type 41 Royale seldist í 3 eintökum en var framleiddur í 6 eintökum. Meiningin var að framleiða 25 eintök, en hætt var við það vegna dræmrar sölu. Hann kostaði 30.000 dollara árið 1927, sem samsvarar 400.000 dollurum í dag. Ettore Bugatti átti einn þeirra, þar sem hann seldist ekki en sá bíll eyðilagðist er hann sofnaði undir stýri. Þessi bíll sem hér sést er reyndar mun meira virði í dag en kaupverð hans í upphafi, en um það er ekki spurt þegar selja þarf bíla í upphafi.Chevrolet SSR.Chevrolet menn voru djarfir er þeir markaðssettu þennan Chevrolet SSR bíl árið 2002 og verðlögðu hann á 40.000 dollara. Bíllinn er með svokölluðu "retro"-lagi og ekki var það til að auka vinsældir hans, né kannski heldur það að hann var blæjubíll. Skildi einhvern undra að hann hafi ekki selst að neinu ráði. Dodge SRT Viper.Dodge SRT Viper er enn í framleiðslu og er nú seldur með 15.000 dollara afslætti þar sem enginn vill kaupa hann. Nú standa 600 svona bílar á bílsölum um öll Bandaríkin og fáir eru að bíta á agnið þrátt fyrir allan afsláttinn. Listaverð Viper er 100-122.000 dollarar, eftir því hversu vel hann er búinn.Volkswagen passat W8.Volkswagen Passat W8 er með 8 strokka vél og var verðlagður á 38.000 dollara er hann kom á markað. Bílkaupendur voru ekki alveg á því að kaupa svo dýran bíl frá bílaframleiðanda sem þekktur er fyrir ódýra bíla og því fór eins og fyrir flestum sem þetta reyna, bíllinn seldist ekki. Þó gerði Volkswagen aftur samskonar tilraun með Pheaton bílinn stóra og ekki selst hann mikið betur.Mazda RX-7.Lokaútgáfa þessa Mazda RX-7 á tíunda áratug síðustu aldar var svo góður bíll að hann keppti í raun við Porsche bíla, en því miður var hann verðlagður eins. Það skildu kaupendur ekki frá framleiðenda eins og Mazda og því fór sem fór. Hann kostaði 30.000 dollara árið 1993, er hann kom fram og var aðeins framleiddur til ársins 1995, vegna dræmrar sölu.Ford Thunderbird.Ford Thunderbird var alltof dýr bíll þrátt fyrir það hversu ágætur hann var, hann var bara of dýr frá þessum framleiðanda. Hann hefði selst betur ef hann hefði komið frá einhverjum af lúxusbílaframleiðendunum. Þekkt saga þar. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Subaru SVX var algjörlega frábær bíll á sínum tíma, troðinn nýjustu tækni og afar góður akstursbíll. Hann var hinsvegar alltof dýr bíll til þess að koma frá þessum japanska framleiðanda sem þekktari var fyrir ódýra en áreiðanlega bíla. Hann kostaði 26.000 dollara árið 1992, þegar hann kom fram og salan var afar dræm. Synd, en nú er þessi bíll söfnunargripur og vafalaust verðmætari en upphafsverðið. Aston Martin CygnetÞessi bíll, Aston Martin Cygnet, er bara einn stór misskilningur eða kerfisvilla. Hann var í boði hjá breska sportbílaframleiðandanum Aston Martin sem með framleiðslu hans var að hlýða tilskipunum frá yfirvöldum um meðaltalsmengun bílaflota síns. Í raun er þessi bíll Toyota iQ með aðeins flottari innréttingu, en á meira en helmingi hærra verði. Það kemur kannski ekki á óvart að Aston Martin seldi aðeins 150 svona bíla.Bugatti Type 41 Royale.Bugatti Type 41 Royale seldist í 3 eintökum en var framleiddur í 6 eintökum. Meiningin var að framleiða 25 eintök, en hætt var við það vegna dræmrar sölu. Hann kostaði 30.000 dollara árið 1927, sem samsvarar 400.000 dollurum í dag. Ettore Bugatti átti einn þeirra, þar sem hann seldist ekki en sá bíll eyðilagðist er hann sofnaði undir stýri. Þessi bíll sem hér sést er reyndar mun meira virði í dag en kaupverð hans í upphafi, en um það er ekki spurt þegar selja þarf bíla í upphafi.Chevrolet SSR.Chevrolet menn voru djarfir er þeir markaðssettu þennan Chevrolet SSR bíl árið 2002 og verðlögðu hann á 40.000 dollara. Bíllinn er með svokölluðu "retro"-lagi og ekki var það til að auka vinsældir hans, né kannski heldur það að hann var blæjubíll. Skildi einhvern undra að hann hafi ekki selst að neinu ráði. Dodge SRT Viper.Dodge SRT Viper er enn í framleiðslu og er nú seldur með 15.000 dollara afslætti þar sem enginn vill kaupa hann. Nú standa 600 svona bílar á bílsölum um öll Bandaríkin og fáir eru að bíta á agnið þrátt fyrir allan afsláttinn. Listaverð Viper er 100-122.000 dollarar, eftir því hversu vel hann er búinn.Volkswagen passat W8.Volkswagen Passat W8 er með 8 strokka vél og var verðlagður á 38.000 dollara er hann kom á markað. Bílkaupendur voru ekki alveg á því að kaupa svo dýran bíl frá bílaframleiðanda sem þekktur er fyrir ódýra bíla og því fór eins og fyrir flestum sem þetta reyna, bíllinn seldist ekki. Þó gerði Volkswagen aftur samskonar tilraun með Pheaton bílinn stóra og ekki selst hann mikið betur.Mazda RX-7.Lokaútgáfa þessa Mazda RX-7 á tíunda áratug síðustu aldar var svo góður bíll að hann keppti í raun við Porsche bíla, en því miður var hann verðlagður eins. Það skildu kaupendur ekki frá framleiðenda eins og Mazda og því fór sem fór. Hann kostaði 30.000 dollara árið 1993, er hann kom fram og var aðeins framleiddur til ársins 1995, vegna dræmrar sölu.Ford Thunderbird.Ford Thunderbird var alltof dýr bíll þrátt fyrir það hversu ágætur hann var, hann var bara of dýr frá þessum framleiðanda. Hann hefði selst betur ef hann hefði komið frá einhverjum af lúxusbílaframleiðendunum. Þekkt saga þar.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent