Hjólareinar stytta ferðatíma í bandarískum borgum Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2014 11:18 Góð reynsla er af sérstökum hjólareinum í bandarískum borgum. Ólíkt því sem margir héldu hefur ferðatími fólks í þeim bandarísku borgum sem tekið hafa upp sérstakar reinar fyrir hjólafólk styst en ekki lengst. Í New York hefur 50 kílómetrum af sérstökum reinum fyrir hjólafólk verið bætt í umferðakerfi borgarinnar og svo til allsstaðar hefur það orðið til þess að fólk kemst hraðar á milli staða og á það bæði við umferð fólks á bílum og hjólum. Í flestum tilfellum hefur þessum sérstöku hjólareinum verið breytt frá akreinum og með því þrengt að þeim sem kjósa að komast á milli staða á bíl, en fjölgun hjólafólks hefur minnkað svo umferð akandi fólks að það kemst eftir breytinguna hraðar á milli staða. Dæmi eru um að ferðatíminn hafi styst um 35% og víðast hvar er um styttingu ferðatíma að ræða þó svo dæmi séu einnig um að ferðatíminn hafi staðið í stað. Hvergi hefur hann þó aukist. Slysum hjólreiðafólks hefur á sama tíma fækkað þrátt fyrir að hjólaumferð hafi aukist um 160% og er því þakkað að hjólafólk er nú mun sýnilegra en áður. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent
Ólíkt því sem margir héldu hefur ferðatími fólks í þeim bandarísku borgum sem tekið hafa upp sérstakar reinar fyrir hjólafólk styst en ekki lengst. Í New York hefur 50 kílómetrum af sérstökum reinum fyrir hjólafólk verið bætt í umferðakerfi borgarinnar og svo til allsstaðar hefur það orðið til þess að fólk kemst hraðar á milli staða og á það bæði við umferð fólks á bílum og hjólum. Í flestum tilfellum hefur þessum sérstöku hjólareinum verið breytt frá akreinum og með því þrengt að þeim sem kjósa að komast á milli staða á bíl, en fjölgun hjólafólks hefur minnkað svo umferð akandi fólks að það kemst eftir breytinguna hraðar á milli staða. Dæmi eru um að ferðatíminn hafi styst um 35% og víðast hvar er um styttingu ferðatíma að ræða þó svo dæmi séu einnig um að ferðatíminn hafi staðið í stað. Hvergi hefur hann þó aukist. Slysum hjólreiðafólks hefur á sama tíma fækkað þrátt fyrir að hjólaumferð hafi aukist um 160% og er því þakkað að hjólafólk er nú mun sýnilegra en áður.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent