1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2014 22:01 Fundað verður um ebólufaraldurinn í Genf á morgun. Vísir/AFP Starfsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) áætla nú að rúmlega 1.900 manns hafi látist úr ebóluveirunni í ríkjum Vestur-Afríku síðustu mánuði. Margaret Chan, forseti stofnunarinnar, segir að um 3.500 staðfest eða líkleg tilfelli hafi komið upp í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu og að erfiðleika gangi að ná tökum á útbreiðslunni. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin stendur fyrir fundi á morgun þar sem vænlegustu lækningameðferðirnar verða til umræðu og rætt um hvernig mögulegt sé að flýta framleiðslu og prófunum á lyfjum. Sóttvarnarlæknar, vísindamenn, sérfræðingar og embættismenn frá þeim ríkjum þar sem veiran hefur breiðst út koma saman á fundinum sem haldinn verður í Genf. Stofnunin hefur áður tilkynnt að rúmlega 20 þúsund manns muni mögulega smitast áður en tök muni nást á útbreiðslunni. Lýsti Chan útbreiðslunni sem þeirri „mestu, alvarlegustu og flóknustu“ sem starfsmenn stofnunarinnar hafa kynnst. Enginn af reyndustu sérfræðingum heims hafa kynnst öðru eins. Nígerísk stjórnvöld tilkynntu um tvö staðfest tilfelli til viðbótar fyrr í dag, í borginni Port Harcourt. Í frétt BBC segir að tilfellin séu þau fyrstu utan höfuðborgarinnar Lagos, þar sem fimm hafa látist af völdum veirunnar. Er talið líklegt að ebóla kunni að breiðast hraðar út í Port Harcourt en í Lagos. Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að takast á við útbreiðsluna. Viðbrögð til þessa hafi verið mjög ófullnægjandi og heimurinn sé að lúta í lægra haldi fyrir veirunni. Ebóla Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Starfsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) áætla nú að rúmlega 1.900 manns hafi látist úr ebóluveirunni í ríkjum Vestur-Afríku síðustu mánuði. Margaret Chan, forseti stofnunarinnar, segir að um 3.500 staðfest eða líkleg tilfelli hafi komið upp í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu og að erfiðleika gangi að ná tökum á útbreiðslunni. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin stendur fyrir fundi á morgun þar sem vænlegustu lækningameðferðirnar verða til umræðu og rætt um hvernig mögulegt sé að flýta framleiðslu og prófunum á lyfjum. Sóttvarnarlæknar, vísindamenn, sérfræðingar og embættismenn frá þeim ríkjum þar sem veiran hefur breiðst út koma saman á fundinum sem haldinn verður í Genf. Stofnunin hefur áður tilkynnt að rúmlega 20 þúsund manns muni mögulega smitast áður en tök muni nást á útbreiðslunni. Lýsti Chan útbreiðslunni sem þeirri „mestu, alvarlegustu og flóknustu“ sem starfsmenn stofnunarinnar hafa kynnst. Enginn af reyndustu sérfræðingum heims hafa kynnst öðru eins. Nígerísk stjórnvöld tilkynntu um tvö staðfest tilfelli til viðbótar fyrr í dag, í borginni Port Harcourt. Í frétt BBC segir að tilfellin séu þau fyrstu utan höfuðborgarinnar Lagos, þar sem fimm hafa látist af völdum veirunnar. Er talið líklegt að ebóla kunni að breiðast hraðar út í Port Harcourt en í Lagos. Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að takast á við útbreiðsluna. Viðbrögð til þessa hafi verið mjög ófullnægjandi og heimurinn sé að lúta í lægra haldi fyrir veirunni.
Ebóla Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira