McLaren vill bæði Vettel og Alonso Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2014 11:45 McLaren vill þessa báða, Sebastian Vettel og Fernando Alonso. Það eru nokkrir sem orðið hafa heimsmeistarar í Formúlu 1 og aka enn í þeirri keppnisröð. Það eru þó aðeins tveir þeirra sem hafa oft orðið heimsmeistarar, þ.e. Sebastian Vettel og Fernando Alonso og nú vill McLaren fá þá báða sem ökumenn. Á síðustu 9 árum hafa þessir tveir ökumenn unnið 6 sinnum samtals, en þeir ökumenn sem hafa unnið einn titil hver á þessu tímabili eru Kimi Raikkonen, Lewis Hamilton og Jenson Button. Þeir hafa reyndar allir ekið fyrir McLaren. Vettel er nú ökumaður Red Bull liðsins og er á samningi þar til enda ársins 2015 og Alonso er samningsbundinn Ferrari út árið 2016. Hvorugir þeirra hefur náð góðum árangri á bílum sínum á yfirstandandi keppnistímabili og ánægja þeirra með bíla sína er takmörkuð. Mercedes liðið hefur í raun einokað efstu sætin á þessu tímabili og ekkert annað lið átt roð í þeirra bíla. McLaren er eitt þeirra liða sem á langt í land að ná Mercedes, en kunnugir menn í íþróttinni hafa bent á að bjartir tímar séu að renna upp hjá McLaren. McLaren ætlar að setja nýja Honda vél í bíla sína á næsta tímabili og er búist við miklu af henni. Núverandi ökumenn McLaren, þeir Jenson Button og Kevin Magnussen eru því í hálfgerðu limbói yfir framtíð sinni hjá McLaren, en hún veltur alfarið á þeim svörum sem McLaren fær frá þeim Vettel og Alonso. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent
Það eru nokkrir sem orðið hafa heimsmeistarar í Formúlu 1 og aka enn í þeirri keppnisröð. Það eru þó aðeins tveir þeirra sem hafa oft orðið heimsmeistarar, þ.e. Sebastian Vettel og Fernando Alonso og nú vill McLaren fá þá báða sem ökumenn. Á síðustu 9 árum hafa þessir tveir ökumenn unnið 6 sinnum samtals, en þeir ökumenn sem hafa unnið einn titil hver á þessu tímabili eru Kimi Raikkonen, Lewis Hamilton og Jenson Button. Þeir hafa reyndar allir ekið fyrir McLaren. Vettel er nú ökumaður Red Bull liðsins og er á samningi þar til enda ársins 2015 og Alonso er samningsbundinn Ferrari út árið 2016. Hvorugir þeirra hefur náð góðum árangri á bílum sínum á yfirstandandi keppnistímabili og ánægja þeirra með bíla sína er takmörkuð. Mercedes liðið hefur í raun einokað efstu sætin á þessu tímabili og ekkert annað lið átt roð í þeirra bíla. McLaren er eitt þeirra liða sem á langt í land að ná Mercedes, en kunnugir menn í íþróttinni hafa bent á að bjartir tímar séu að renna upp hjá McLaren. McLaren ætlar að setja nýja Honda vél í bíla sína á næsta tímabili og er búist við miklu af henni. Núverandi ökumenn McLaren, þeir Jenson Button og Kevin Magnussen eru því í hálfgerðu limbói yfir framtíð sinni hjá McLaren, en hún veltur alfarið á þeim svörum sem McLaren fær frá þeim Vettel og Alonso.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent