Citroën Cactus með 2 lítra eyðslu Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2014 09:30 Eyðslugrannur Citroën Cactus í vindgöngum. Á bílasýningunni í París sem brátt hefst mun Citroën kynna nýja gerð Cactus bílsins sem eyðir aðeins 2 lítrum eldsneytis á hverja hundrað kílómetra. Ber hann nafnið Citroën Cactus Airflow 2L og er í nafninu vitnað í eyðslu hans. Þessi nýja gerð bílsins er 100 kílóum léttari en fyrri gerð, sem þó er einungis 965 kíló. Það þýðir að nýi Cactus, sem smíðaður er á grunni Citroën C4, er heilum 300 kílóum léttari en hann. Citroën hefur tekist að minnka loftmótsstöðu nýja bílsins um 20%, meðal annars með opnanlegum loftinntökum framan á bílnum sem stjórnast af akstursaðstæðum. Þá er stillanlegt loftflæði á 19 tommu felgum bílsins sem dregur úr loftmótsstöðu, sem og stillanlegir flipar í stuðara sem beina lofti kringum framhjólin. Yfirbygging bílsins er gerð að mestu úr koltrefjum og áli, sem skýrir að mestu hversu léttur bíllinn er. Vélbúnaðurinn samanstendur af 3 strokka brunavél og rafmótorum, sem ekki hefur sést í Cactus áður og á drifrásin heiðurinn af 30% lækkunar eyðslu frá fyrri gerð. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent
Á bílasýningunni í París sem brátt hefst mun Citroën kynna nýja gerð Cactus bílsins sem eyðir aðeins 2 lítrum eldsneytis á hverja hundrað kílómetra. Ber hann nafnið Citroën Cactus Airflow 2L og er í nafninu vitnað í eyðslu hans. Þessi nýja gerð bílsins er 100 kílóum léttari en fyrri gerð, sem þó er einungis 965 kíló. Það þýðir að nýi Cactus, sem smíðaður er á grunni Citroën C4, er heilum 300 kílóum léttari en hann. Citroën hefur tekist að minnka loftmótsstöðu nýja bílsins um 20%, meðal annars með opnanlegum loftinntökum framan á bílnum sem stjórnast af akstursaðstæðum. Þá er stillanlegt loftflæði á 19 tommu felgum bílsins sem dregur úr loftmótsstöðu, sem og stillanlegir flipar í stuðara sem beina lofti kringum framhjólin. Yfirbygging bílsins er gerð að mestu úr koltrefjum og áli, sem skýrir að mestu hversu léttur bíllinn er. Vélbúnaðurinn samanstendur af 3 strokka brunavél og rafmótorum, sem ekki hefur sést í Cactus áður og á drifrásin heiðurinn af 30% lækkunar eyðslu frá fyrri gerð.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent