Erlent

Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja

Atli Ísleifsson skrifar
2.461 hafa látið lífið af völdum veirunnar í Vestur-Afríku samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.
2.461 hafa látið lífið af völdum veirunnar í Vestur-Afríku samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Vísir/AFP
Ebólufaraldurinn gæti hafi hörmulegar afleiðingar og rústað efnahag Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.

Þetta er mat Alþjóðabankans en sérfræðingar hans telja áhrif veirunnar á efnahag þessara þegar veiku ríkja geta áttfaldast.

Alþjóðabankinn telur þó að mögulegt sé að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd.

Í frétt BBC segir að 2.461 hafi látið lífið af völdum veirunnar í Vestur-Afríku, en faraldurinn er sá mannskæðasti í sögunni.

Barack Obama lýsti faraldrinum sem ógn við heimsöryggi fyrr í dag og lýsti því yfir að Bandaríkjaher hugðist senda þrjú þúsund hermenn til heimshlutans til aðstoðar. Þar að auki muni Bandaríkin taka þátt í byggingu nýrra heilsugæslustöðva í hrjáðum löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×