576 hestafla Holden pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2014 14:24 Holden Maloo HSV GTS er með krafta í kögglum. General Motors hyggst stöðva framleiðslu Holden bíla í Ástralíu árið 2017 enda hefur verið viðvarandi tap á smíði þeirra síðustu ár. Það virðist GM þó ætla að gera með stæl. Nýjasta afurð Holden, sem í leiðinni er ein af þeim síðustu, er þessi ofuröflugi pallbíll sem þó er fólksbíll. Svona bíla hafa þeir hjá Holden sérhæft sig í til langs tíma og í Ástralíu virðist ávallt vera markaður fyrir slíka bíla. Þessi nýi bíll ber nafnið Holden Maloo HSV GTS og er vafalaust leit af lengri skammstöfun fyrir bíl. Stafafjöldinn er þó í fullu samræmi við hestaflafjöldann, en það er ekki algengt að sjá svo mörg hestöfl falin undir húddinu á svona bíl, þó helst hjá andfætlingum okkar í Ástralíu. Holden Maloo HSV GTS er afturhjóladrifinn eins og sönnum sportbíl sæmir og V8 vél hans er með öflugan keflablásara. Togstýringarbúnaður eykur stöðugleika hans á vegi með því að hemla á innra framhjóli á meðan meira afl er sent til hins framdekksins. Með því eykst stöðugleiki bílsins í beygjum. Bíllinn kemur á 20 tommu felgum. Holden ætlar að framleiða þennan bíl í takmörkuðu magni, en aðeins 250 bílar verða í boði, 240 þeirra í Ástralíu og 10 fara til nágrannanna í Nýja Sjálandi. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður
General Motors hyggst stöðva framleiðslu Holden bíla í Ástralíu árið 2017 enda hefur verið viðvarandi tap á smíði þeirra síðustu ár. Það virðist GM þó ætla að gera með stæl. Nýjasta afurð Holden, sem í leiðinni er ein af þeim síðustu, er þessi ofuröflugi pallbíll sem þó er fólksbíll. Svona bíla hafa þeir hjá Holden sérhæft sig í til langs tíma og í Ástralíu virðist ávallt vera markaður fyrir slíka bíla. Þessi nýi bíll ber nafnið Holden Maloo HSV GTS og er vafalaust leit af lengri skammstöfun fyrir bíl. Stafafjöldinn er þó í fullu samræmi við hestaflafjöldann, en það er ekki algengt að sjá svo mörg hestöfl falin undir húddinu á svona bíl, þó helst hjá andfætlingum okkar í Ástralíu. Holden Maloo HSV GTS er afturhjóladrifinn eins og sönnum sportbíl sæmir og V8 vél hans er með öflugan keflablásara. Togstýringarbúnaður eykur stöðugleika hans á vegi með því að hemla á innra framhjóli á meðan meira afl er sent til hins framdekksins. Með því eykst stöðugleiki bílsins í beygjum. Bíllinn kemur á 20 tommu felgum. Holden ætlar að framleiða þennan bíl í takmörkuðu magni, en aðeins 250 bílar verða í boði, 240 þeirra í Ástralíu og 10 fara til nágrannanna í Nýja Sjálandi.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður