Peugeot 308 GT Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2014 14:16 Peugeot 308 GT. Núverandi bíll ársins er Peugeot 308 og var kjörinn með fáheyrðum yfirburðum fyrr á árinu. Það kemur því vart á óvart að Peugeot vilji fjölga útgáfum þessa bíls og ætlar því að framleiða kraftaútgáfu af bílnum góða sem heita mun Peugeot 308 GT. Hann verður með sömu vél og finnst í Peugeot 208 bílnum, 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem fær þó örlitla aflaukningu og skilar 202 hestöflum. Hún hendir 308 GT bílnum í hundraðið á 7,5 sekúndum. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn 308 bíll, með stífari fjöðrun, stærri bremsum og sportlegri innréttingu. Kaupendur geta valið á milli „sedan“-lags bílsins og langbaksgerð, líkt og Ford býður með Focus ST bíl sinn. Þá verður einnig í boði kröftug dísilútgáfa Peugeot 308 með 177 hestafla vél og 295 pund/feta togi. Er þar ekki ólíkur bíll á ferð og Volkswagen Golf GTD eða nýr Ford Focus diesel. Peugeot 308 GT verður sýndur á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent
Núverandi bíll ársins er Peugeot 308 og var kjörinn með fáheyrðum yfirburðum fyrr á árinu. Það kemur því vart á óvart að Peugeot vilji fjölga útgáfum þessa bíls og ætlar því að framleiða kraftaútgáfu af bílnum góða sem heita mun Peugeot 308 GT. Hann verður með sömu vél og finnst í Peugeot 208 bílnum, 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem fær þó örlitla aflaukningu og skilar 202 hestöflum. Hún hendir 308 GT bílnum í hundraðið á 7,5 sekúndum. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn 308 bíll, með stífari fjöðrun, stærri bremsum og sportlegri innréttingu. Kaupendur geta valið á milli „sedan“-lags bílsins og langbaksgerð, líkt og Ford býður með Focus ST bíl sinn. Þá verður einnig í boði kröftug dísilútgáfa Peugeot 308 með 177 hestafla vél og 295 pund/feta togi. Er þar ekki ólíkur bíll á ferð og Volkswagen Golf GTD eða nýr Ford Focus diesel. Peugeot 308 GT verður sýndur á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent