Volkswagen stöðvar framleiðslu í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2014 09:15 Vladimir Putin fyrir framan Volkswagen Tiguan í Rússlandi. Hernaðarbrölt Rússa í Úkraínu hefur víðtæk áhrif og meðal annars hefur bílasala í Rússlandi minnkað um 26% frá fyrra ári. Flestum bílaframleiðendum gengur illa að selja bíla sína þar um þessar mundir. Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðanda sem framleiðir bíla í Rússlandi til sölu þarlendis. Volkswagen hefur nú neyðst til að minnka svo mikið framleiðslu sína þar að verksmiðjum þarf að loka tímabundið. Í verksmiðju Volkswagen í Kaluga í Rússlandi var meiningin að framleiða 150.000 bíla í ár en þar verða að hámarki framleiddir 120.000 bílar. Bílgerðirnar Volkswagen Tiguan og Polo eru framleiddir í Kaluga, sem og Skoda Fabia og Octavia. Volkswagen hefur nú neyst til að loka verksmiðjunni í 10 daga vegna sölutregðu og ef hún heldur áfram verða lokanirnar fleiri og lengri. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Hernaðarbrölt Rússa í Úkraínu hefur víðtæk áhrif og meðal annars hefur bílasala í Rússlandi minnkað um 26% frá fyrra ári. Flestum bílaframleiðendum gengur illa að selja bíla sína þar um þessar mundir. Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðanda sem framleiðir bíla í Rússlandi til sölu þarlendis. Volkswagen hefur nú neyðst til að minnka svo mikið framleiðslu sína þar að verksmiðjum þarf að loka tímabundið. Í verksmiðju Volkswagen í Kaluga í Rússlandi var meiningin að framleiða 150.000 bíla í ár en þar verða að hámarki framleiddir 120.000 bílar. Bílgerðirnar Volkswagen Tiguan og Polo eru framleiddir í Kaluga, sem og Skoda Fabia og Octavia. Volkswagen hefur nú neyst til að loka verksmiðjunni í 10 daga vegna sölutregðu og ef hún heldur áfram verða lokanirnar fleiri og lengri.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent