Honda Civic Type R í París Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 15:02 Honda Civic Type R er reffilegur að sjá. Honda hefur ekki framleitt kraftaköggulinn Civic Type R frá því árið 2010, en hann er aftur að koma á markað í byrjun næsta árs eftir 5 ára framleiðsluhlé. Honda ætlar að sýna almenningi bílinn á bílasýningunni í París í þessari viku. Nýr Honda Civic Type R verður að sögn Honda manna „meira“ en 276 hestöfl sem fást úr fjögurra strokka og 2,0 lítra vél með forþjöppu. Það markar viss tímamót hjá Honda að notast við forþjöppu í þessum bíl, en það hefur Honda hingað til ekki gert. Honda ætlar að nota þessa fjögurra strokka vél í fleiri gerðir bíla sinna og skipta til dæmis út 6 strokka vélum í Ameríkugerðum Honda Accord og CR-V fyrir þessa nýju tveggja lítra vél með forþjöppu. Er það gert til að minnkað eyðslu bílanna. Honda ætlar að taka nýjan Type R bíl á Nürburgring kappakstursbrautina og reyna að slá besta brautartíma framdrifinna fjöldaframleiðslubíla. Bíllinn sem Honda ætlar að sýna í París verður að öllum líkindum hin endanlega útgáfa Type R, en sala á bílnum mun hefjast fljótlega á næsta ári. Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent
Honda hefur ekki framleitt kraftaköggulinn Civic Type R frá því árið 2010, en hann er aftur að koma á markað í byrjun næsta árs eftir 5 ára framleiðsluhlé. Honda ætlar að sýna almenningi bílinn á bílasýningunni í París í þessari viku. Nýr Honda Civic Type R verður að sögn Honda manna „meira“ en 276 hestöfl sem fást úr fjögurra strokka og 2,0 lítra vél með forþjöppu. Það markar viss tímamót hjá Honda að notast við forþjöppu í þessum bíl, en það hefur Honda hingað til ekki gert. Honda ætlar að nota þessa fjögurra strokka vél í fleiri gerðir bíla sinna og skipta til dæmis út 6 strokka vélum í Ameríkugerðum Honda Accord og CR-V fyrir þessa nýju tveggja lítra vél með forþjöppu. Er það gert til að minnkað eyðslu bílanna. Honda ætlar að taka nýjan Type R bíl á Nürburgring kappakstursbrautina og reyna að slá besta brautartíma framdrifinna fjöldaframleiðslubíla. Bíllinn sem Honda ætlar að sýna í París verður að öllum líkindum hin endanlega útgáfa Type R, en sala á bílnum mun hefjast fljótlega á næsta ári.
Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent