Gallon af bensíni komið undir 3 dollara Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 11:05 2,92 dollarar á hvert gallon bensíns. Það samsvarar 92 krónum á hvern lítra. Verð á bensíni hefur hríðlækkað í Bandaríkjunum undanfarið og víða má kaupa gallon af bensíni undir 3 dollurum. Umreiknað lítraverð á þessari bensínstöð í Mississippi er 92 krónur, en þar kostar gallonið 2,92 dollara. Hvert gallon er 3,785 lítrar. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur lækkað mikið undanfarna mánuði og er áfram er spáð lækkun verðsins. Því má búast við því að í flestum ríkjum Bandaríkjanna verði hægt að kaupa gallonið á undir 3 dollurum áður en árið er úti. Aukin framleiðsla á eldsneyti í Bandaríkjunum hefur ýtt undir lækkun verðs og hefur verð á olíutunnu ekki verið lægra í ríflega tvö ár, eða 97 dollarar. Sífellt eyðslugrennri bílar hafa einnig haft áhrif til lækkunar eldsneytisverðs. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent
Verð á bensíni hefur hríðlækkað í Bandaríkjunum undanfarið og víða má kaupa gallon af bensíni undir 3 dollurum. Umreiknað lítraverð á þessari bensínstöð í Mississippi er 92 krónur, en þar kostar gallonið 2,92 dollara. Hvert gallon er 3,785 lítrar. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur lækkað mikið undanfarna mánuði og er áfram er spáð lækkun verðsins. Því má búast við því að í flestum ríkjum Bandaríkjanna verði hægt að kaupa gallonið á undir 3 dollurum áður en árið er úti. Aukin framleiðsla á eldsneyti í Bandaríkjunum hefur ýtt undir lækkun verðs og hefur verð á olíutunnu ekki verið lægra í ríflega tvö ár, eða 97 dollarar. Sífellt eyðslugrennri bílar hafa einnig haft áhrif til lækkunar eldsneytisverðs.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent