Gallon af bensíni komið undir 3 dollara Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 11:05 2,92 dollarar á hvert gallon bensíns. Það samsvarar 92 krónum á hvern lítra. Verð á bensíni hefur hríðlækkað í Bandaríkjunum undanfarið og víða má kaupa gallon af bensíni undir 3 dollurum. Umreiknað lítraverð á þessari bensínstöð í Mississippi er 92 krónur, en þar kostar gallonið 2,92 dollara. Hvert gallon er 3,785 lítrar. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur lækkað mikið undanfarna mánuði og er áfram er spáð lækkun verðsins. Því má búast við því að í flestum ríkjum Bandaríkjanna verði hægt að kaupa gallonið á undir 3 dollurum áður en árið er úti. Aukin framleiðsla á eldsneyti í Bandaríkjunum hefur ýtt undir lækkun verðs og hefur verð á olíutunnu ekki verið lægra í ríflega tvö ár, eða 97 dollarar. Sífellt eyðslugrennri bílar hafa einnig haft áhrif til lækkunar eldsneytisverðs. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent
Verð á bensíni hefur hríðlækkað í Bandaríkjunum undanfarið og víða má kaupa gallon af bensíni undir 3 dollurum. Umreiknað lítraverð á þessari bensínstöð í Mississippi er 92 krónur, en þar kostar gallonið 2,92 dollara. Hvert gallon er 3,785 lítrar. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur lækkað mikið undanfarna mánuði og er áfram er spáð lækkun verðsins. Því má búast við því að í flestum ríkjum Bandaríkjanna verði hægt að kaupa gallonið á undir 3 dollurum áður en árið er úti. Aukin framleiðsla á eldsneyti í Bandaríkjunum hefur ýtt undir lækkun verðs og hefur verð á olíutunnu ekki verið lægra í ríflega tvö ár, eða 97 dollarar. Sífellt eyðslugrennri bílar hafa einnig haft áhrif til lækkunar eldsneytisverðs.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent