Jeppasýning fór úr böndunum Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 10:06 Þrír létust og fjölmargir slösuðust er ökumaður risajeppa missti stjórn á bíl sínum á bílasýningu sem haldin var í Haaksbergen í Hollandi um helgina. Bíllinn ók inn í hóp áhorfenda sem ekki tókst að forða sér frá stjórnlausum bílnum. Ekki er ljóst hvað olli stjórnleysi hans. Eins og í meðfylgjandi myndskeiði sést ekur ofurjeppinn fyrst yfir tylft bíla á sínum stóru dekkjum, en tekur svo krappa beygju í átt að áhorfendaskaranum og ökumanni hans tekst ekki að stöðva bílinn í tæka tíð. Einn hinna látnu var barn en tugir annarra lágu að auki eftir, mismikið slasaðir. Ástæða er til að vara við myndskeiðinu, en þar sést þetta hörmulega óhapp. Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent
Þrír létust og fjölmargir slösuðust er ökumaður risajeppa missti stjórn á bíl sínum á bílasýningu sem haldin var í Haaksbergen í Hollandi um helgina. Bíllinn ók inn í hóp áhorfenda sem ekki tókst að forða sér frá stjórnlausum bílnum. Ekki er ljóst hvað olli stjórnleysi hans. Eins og í meðfylgjandi myndskeiði sést ekur ofurjeppinn fyrst yfir tylft bíla á sínum stóru dekkjum, en tekur svo krappa beygju í átt að áhorfendaskaranum og ökumanni hans tekst ekki að stöðva bílinn í tæka tíð. Einn hinna látnu var barn en tugir annarra lágu að auki eftir, mismikið slasaðir. Ástæða er til að vara við myndskeiðinu, en þar sést þetta hörmulega óhapp.
Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent