Baldur á úrtökumót FIA Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2014 11:30 Akstursíþróttasamband Íslands sendir fyrsta sinni ungan og efnilegan akstursíþróttamann til úrtöku hjá alþjóða akstursíþróttasambandinu FIA. Það verður Baldur Arnar Hlöðversson sem verður fulltrúi Íslands. Baldur er Íslandsmeistari í rallakstri í ár og hefur verið viðriðinn akstursíþróttir frá blautu barnsbeini. Á sautján ára afmælisdegi sínum tók hann þátt í sínu fyrsta rallýi sem ökumaður. Baldur mun taka þátt í þjálfunar- og úrtakskeppni í Hollandi í lok október. Ísland er eitt af rúmlega 140 aðildarlöndum FIA, en hvert þeirra má tilnefna einn ökumann til þátttöku í þessari úrtökumóti. Samtals verða 6 úrtökumót um allan heim. Einn keppandi frá hverjum viðburði kemst áfram, ásamt 4 „wildcard“ keppendum sem FIA telur hæfa, samtals 10 keppendur. Þessir 10 tryggja sér rétt á fullu námi hjá FIA Instititute, Youth Academy Excellence Program, þeim að kostnaðarlausu. Akademían býður á hverju ári upp á fullkomna þjálfun til að styðja unga ökumenn til frekari frama í akstursíþróttum ásamt því að auka þekkingu á öryggisatriðum og góðum íþróttaanda hvort sem er á braut eða utan. Ökumenn njóta leiðsagnar fyrrverandi Formulu 1 ökumannsins Alex Würz ásamt fyrrverandi WRC meistara aðstoðarökumanna Robert Reid. Þetta er frábært tækifæri fyrir þennan unga ökumann að fá heimsklassa þjálfun frá alþjóðlegum meisturum ásamt því að hitta unga ökumenn í svipuðum sporum frá öðrum löndum. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent
Akstursíþróttasamband Íslands sendir fyrsta sinni ungan og efnilegan akstursíþróttamann til úrtöku hjá alþjóða akstursíþróttasambandinu FIA. Það verður Baldur Arnar Hlöðversson sem verður fulltrúi Íslands. Baldur er Íslandsmeistari í rallakstri í ár og hefur verið viðriðinn akstursíþróttir frá blautu barnsbeini. Á sautján ára afmælisdegi sínum tók hann þátt í sínu fyrsta rallýi sem ökumaður. Baldur mun taka þátt í þjálfunar- og úrtakskeppni í Hollandi í lok október. Ísland er eitt af rúmlega 140 aðildarlöndum FIA, en hvert þeirra má tilnefna einn ökumann til þátttöku í þessari úrtökumóti. Samtals verða 6 úrtökumót um allan heim. Einn keppandi frá hverjum viðburði kemst áfram, ásamt 4 „wildcard“ keppendum sem FIA telur hæfa, samtals 10 keppendur. Þessir 10 tryggja sér rétt á fullu námi hjá FIA Instititute, Youth Academy Excellence Program, þeim að kostnaðarlausu. Akademían býður á hverju ári upp á fullkomna þjálfun til að styðja unga ökumenn til frekari frama í akstursíþróttum ásamt því að auka þekkingu á öryggisatriðum og góðum íþróttaanda hvort sem er á braut eða utan. Ökumenn njóta leiðsagnar fyrrverandi Formulu 1 ökumannsins Alex Würz ásamt fyrrverandi WRC meistara aðstoðarökumanna Robert Reid. Þetta er frábært tækifæri fyrir þennan unga ökumann að fá heimsklassa þjálfun frá alþjóðlegum meisturum ásamt því að hitta unga ökumenn í svipuðum sporum frá öðrum löndum.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent